Kynning | Ásta Sóley

Ásta Sóley Gísladóttir heiti ég og er 21. árs gömul móðir búsett í Hafnarfirði ásamt kærasta mínum og dóttur okkar. Við Björgvin vorum búin að vera saman í tæplega 5 ár þegar við komumst að því að við áttum von á litlu kríli. Þann 19. Nóvember 2016 kom svo litla gullið okkar í heiminn. Við skírðum hana daginn sem hún varð þriggja mánaða og fékk hún nafnið Viktoría Sól. Ég tók 9 mánuði í fæðingarorlof með Viktoríu Sól en ákvað svo þegar það var alveg að fara að klárast að ég væri ekki alveg tilbúin að fara frá henni strax þannig við erum ennþá heima saman. Eftir áramót fer ég aftur í skóla og Viktoría til dagmömmu og hlakka ég mikið til að koma mér aftur í smá rútínu. Mér finnst gaman að ferðast, baka, læra ný tungumál, taka myndir af náttúrunni og börnum. Ég hef einnig gaman af því að farða og fór ég í Mask Makeup & Airbrush Academy en á eftir að klára námið þar. Mitt helsta áhugamál er fótbolti. Við Björgvin elskum fótbolta og höfum elt íslenska landsliðið út um allt.

One thought on “Kynning | Ásta Sóley

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s