Hvenær á að koma með barn?

Þessa spurningu fá margar barnlausar konur og mörgum finnst hún mjög óþæginleg. Ég fæ hana alltof oft sjálf en ég hef lært seinustu ár að svara henni betur heldur en þegar ég var spurð fyrst. Ég er 23 ára núna að verða 24 ára en ég byrjaði að fá þessa spurningu stuttu eftir 19 ára afmælið mitt. Þetta var sirka viku eftir að ég fór í mína fyrstu og einu fóstureyðingu en á þeim tíma var ég ekki tilbúin í þennan pakka og hvort sem þú ert sammála því eða ekki var það mín ákvörðun. Þarna var ég á fjölskyldu hittingi og vissi ekkert hverju ég ætti að svara og sagði því fátt af því að mér fannst þeim hreinlega ekki koma þetta við þó þau meintu alls ekki illa með þessu.

Greindist með PCOS eða Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni

Eftir að ég og sambýlismaður minn ákváðum að við værum svona nokkuð tilbúin að eignast börn ef þau kæmu þá hættum við á öllum getnaðarvörnum. Ekkert gerðist í marga mánuði og var tíðahringurinn minn vægast sagt furðulegur þar sem hann var að meðaltali sirka 60 dagar upp í 80 daga. Fór ég oft til læknis og fundu þeir aldrei neitt að og töldu þeir alltaf að þetta myndi lagast með tímanum en ekkert gerðist.

Ég og Benedikt sambýlismaðurinn minn maí 2015

Í byrjun 2016 fór ég suður á Domus Medica til Karls Ólafssonar sem loksins greindi mig með PCOS og tók það hann ekki nema einn tíma til að fatta strax hvað væri í gangi. Var strax sett á lyf til að halda einkennum niðri en mín voru meðal annars óreglulegar blæðingar vegna fækkunar á egglosum, hárlos, blöðrur á eggjastokkum og ofþyngd. Strax á fyrsta árinu léttist ég um 10 kíló sem má tengja beint við lyfin sem ég fékk. Ég átti að gefa þeim eitt ár og ef ekki væri komin þungun þá þyrfti ég að heyra aftur í lækninum og ákveða næsta skref.

Næsta skref er IVF-klíníkín (áður Art Medica) en við höfum ekki lagt í það strax þar sem þar er mjög tímafrekt og þarfnast margra ferða suður og er mjög kostnaðarsamt ferli.

Ég og sambýlismaður minn ákváðum þá að byrja á því að ferðast um heiminn eins og við gætum og njóta lífsins áður en við förum í þennan pakka. Fyrst að við þurfum að plana ferlið frá A-Ö afhverju ekki að njóta lífsins fyrst og ferðast eins og við getum. En það höfum við sko aldeilis gert og höfum við ferðast mjög mikið saman og í sitthvoru lagi. Síðan ég greindist hef ég farið til Orlando, Alicante, Amsterdam tvisvar sinnum og Tenerife þrisvar sinnum, Þýskalands á Oktoberfest og Belgíu á Tomorrowland og erum að plana næstu Tomorrowland ferð fyrir næsta sumar. Þetta þykir mér bara nokkuð gott miðað við að ég ferðast voða lítið fyrir þennan tíma.

Við á Tomorrowland og Amsterdam 2017

En ég fæ samt þessa spurningu enn af og til, hvenær á svo að koma með barn?
Nú þegar ég fæ hana þá svara ég fyrir mig og í staðinn fyrir að segja til dæmis: ég veit ekki, bráðum eða fer að koma að því þá segi ég þeim bara hreint út hver staðan sé og þá er ég yfirleitt ekki spurð aftur af þeirri manneskju.

Ást og friður.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s