Tomorrowland

Tomorrowland er stærsta electronic music festival í heiminum sem haldin er í Boom í Belgíu. Sumarið 2017 var hún haldin í fyrsta skiptið yfir tvær helgar í júlí og voru yfir 400.000 miðar seldir. Það getur reynst mjög erfitt að fá miða á hátíðina og komast mikið færri en vilja. Mörg svið eru á svæðinu og yfir þúsund artistar að spila yfir þessar tvær helgar þannig það ætti að vera eitthvað fyrir alla!

Stærstu DJ nöfn heims spila þarna, 2017 voru meðal annars Martin Garrix, Armin van Buuren, David Guetta, Axwell Ingrosso, Dimitri Vegas & Like Mike, Marshmello, Paul van Dyk, Afrojack, Eric Prydz og síðan en ekki síst Lost Frequencies sem var með besta settið í ár að mínu mati!

Mér fannst einum of gaman þarna seinasta sumar þannig ég ákvað að taka saman helstu punktana um hátíðina sjálfa, miðakaup og margt fleira. Er sjálf þegar byrjuð að plana næstu ferð og mæli með að þú gerir hið sama!

Íslendingarnir sem voru á Cabana/DreamLodge svæðinu.

Ég og minn hópur fengum miða á fyrri helgina í júlí 2017. Er þetta það skemmtilegasta sem ég hef gert og mæli með að allir skelli sér næsta sumar. Við keyptum okkur Global Journey miða því þeir eru seldir á undan aðal miðasölunni og því líklegra að fá miða á hátíðina þó að þeir séu reyndar mikið dýrari. Það þýðir að inn í okkar miða var lestarferð báðar leiðir milli Amsterdam í Holllandi og Antwerp í Belgíu og svo rúta til Boom sem er lítill bær þar sem hátíðin er haldin. Gisting í Cabana og aðgangur að hátíðinni sjálfri frá föstudegi til mánudags + Gathering partý á fimmtudeginum + Goodie Bag!

Þar sem þetta voru VIP miðar sem við vorum með fengum við að fara á allskonar betri svæði og svalir með sér börum og klósettum og heitum pottum. Var það mjög þæginlegt þegar maður nennti ekki að vera í troðning og var þá hægt að fara á svalir hjá mörgum af sviðunum sem oftast en ekki var nóg pláss og enginn troðningur.

Miðinn sem við keyptum hét: Full Madness Comfort Pass(VIP) + Cabana

Cabana gistingin okkar. Innstungur, ljós, rúm og læsanleg hurð sem er snilld.
Klósettin og sturturnar voru rétt hjá okkur svo við þurftum ekki að labba langt.

 

Nokkrar myndir frá helginni, ég og Lovísa Ósk vinkona mín.

Svæðið okkar

Svæðið sem við gistum á var geðveikt flott og mikið lagt upp úr því að allt líti sem best út og allt sé fullkomið. Enginn kemst inn á svæðið nema vera gista þar og er mjög strangt tekið á því og er öryggisgæsla allsstaðar allan sólarhringinn og þarf að vera með sérstakt armband sem er skannað inn svo hægt sé að komast inn á svæðið.

Það var risa stórt matartjald sem er himnaríki fyrir matarunnendur eins og mig  sem var opið nánast allan sólarhringinn og hrikalega góður matur. Voru þau með hlaðborð en maður valdi á milli pasta hlaðborðs, asískt hlaðborð eða kjöt hlaðborð sem var með steikum og meðlæti sem kom sér mjög vel á nóttinni eftir langt kvöld. Bar var þarna beint fyrir utan sem var opinn langt framm eftir sem bauð upp á alla helstu drykki. Einnig var líka hárgreiðslustofa, snyrtistofa og nuddstofa. Inn á svæðinu hjá okkur voru líka nokkrir heitir pottar og sauna sem var frítt í. Ekki er tekið við peningum eða kortum inn á hátíðinni heldur legguru pening inn fyrir framm á armbandið þitt og er það svo bara skannað.

Mjög sniðugt og flýtir mikið fyrir afgreiðslunni!

Klósettaðstaðan var alveg til fyrirmyndar og alltaf mjög hreint og nóg af sturtum á svæðinu. Einnig á klósettunum á tónleikasvæðinu var oftast mjög fínt og fólk í vinnu þar til að spreyja svitalyktareyði undir hendur á fólki. Já ég sagði það, það var fólk að vinna við það!


Barinn og veitingatjaldið.

Eyðsla yfir helgina

Ég lagði ekki nema 60.000 kr inn á mitt armband fyrir ferðina og var það meira en nóg fyrir mig. Ég var ekkert að spara yfir helgina og átti ég meira segja afgang þegar heim var komið þó ég hafi mikið verið í því að splæsa á fólk. Þessi peningur var notaður í mat alla helgina og nóg af honum, drykki bæði áfenga og ekki. Eitt skipti á hárgreiðslustofuna og allskonar ís, nammi og franskar yfir daginn.

Miðasala fyrir 2018

Hátíðin fer næst fram helgarnar 20.- 22. júlí og 27.- 29. júlí 2018.

Forskráning fyrir miðasöluna er nauðsynleg ef þú ætlar að kaupa miða þá opnar fyrir skráninguna 9. janúar 2018 og lokar fyrir skráningu 2. febrúar 2018. Nú þarf einnig að forskrá sig fyrir Global Journey söluna en þetta er í fyrsta skipti sem þess þarf.

Global Journey Sale fer fram laugardaginn 20. janúar 2018

WorldWide Pre-Sale er fram laugardaginn 27. janúar 2018

WorldWide Ticket Sale fer fram laugardaginn 3. febrúar 2018

Skal tekið fram að miðarnir seljast upp á nokkrum mínútum og mjög erfitt er að fá þá.
Auðveldast er að fá Global Journey miða en eru þeir mikið dýrari.
Miðinn okkar sumarið 2017 kostaði um 220þúsund en árið á undan um 270þúsund.
Ég ætti kannski að taka það fram líka að það er hægt að fá mikið ódýrari miða en þessa sem við keyptum þannig engar áhyggjur.

Laugardagurinn.

Sunnudagurinn.

Þetta er lífsreynsla sem ég mæli með að allir ættu að prófa hvort sem þeir fíla tónlistina í botn eða ekki. Þú munt skemmta þér og hafa gaman og njóta þín í botn. Kynnast fullt af allskonar fólki allsstaðar út heiminum og bara hafa endalaust gaman!

Sjáumst næsta sumar!

 

One thought on “Tomorrowland

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s