Ert þú hrædd/ur við breytingar?

Ég gat ekki ímyndað mér hversu erfitt það væri að gerast vegan, ”hvernig hafa veganar eiginlega tíma í þetta??”, ”Án kjöts, mjólkur og eggja er ekkert gott eftir… Ég gæti þetta aldrei!” Hugsaði ég.

Eftir að horfa á hrollvekjandi myndbönd af dýrum vera pyntuð, særð og drepin á hrollvekjandi hátt, varð ég svo reið en fannst ég ekkert geta gert né hjálpað. Ég þorði ekki að hoppa ofan í djúpu laugina, þessi hrillingur myndi hvort sem er halda áfram sama hvað ég borða. Hvað myndi ég svo eiginlega borða ef ég skildi gerast vegan? Grasið og blómin? Nei takk! – Afsakanir, afsakanir, afsakanir. Klukkutíma seinna var ég strax byrjuð að borða sama matinn með ennþá meiri samviskubit sem ég þóttist ekkert geta gert í.

Einn daginn var ég að skrolla niður á facebook og sá óvart myndband með James Aspey að tala um veganisma. Í myndbandinu kom hann þessu fram á svo einfaldan hátt; Afhverju að borða kjöt þegar þú hefur val um að borða allt annað sem er gott og miklu hollara án þess að þurfa að drepa saklaust dýr? Það eina sem þú þarft að gera er að teygja þig í jurtamjólk í staðinn fyrir kúarmjólk. Í staðinn fyrir nautahakk þá teygiru þig í vegan-hakk, sojakjöt og/eða allar aðrar tegundir af baunum sem eru fullar af trefjum, vítamínum og nægu próteini. Getur ekki verið einfaldara en það.
Ég sýndi Shawn, manninum mínum þetta myndband. Hann vildi strax verða grænmetisæta – ég ætlaði ekki að trúa því! Hann var þessi sem myndi segja ”but bacon…” sem afsökun.
Við horfðum saman á What The Health sem hjálpaði okkur enn betur að skilja afhverju við ættum ekki að borða dýraafurði.

Það var auðveldara en ég hélt að hætta að borða kjöt – MIKLU aðveldara en ég hélt.
Við förum alltaf eftir uppskriftum þegar við kaupum í matinn. Í staðin fyrir kjöt-uppskriftirnar þá fundum við nýjar, einfaldar OG ljúffengar vegan uppskriftir á Google.
Við fundum strax fyrir breytingum. Við byrjuðum bæði að missa kílóin, bólgurnar hurfu, höfuðverkirnir hættu, exemið hvarf og orkan jókst!

Mér finnst ég vera að gera eitthvað virkilega gott fyrir heiminn og mér líður svo vel með það. Því fleiri sem hætta að borða kjöt því færri dýr eru drepin. Margt smátt gerir eitt stórt.

veganism
Ég gæti ekki mælt meira með þessum lífsstíl!

for garnering 1st Honors in Academic Excellence for the school year 2016-2017. Presented on the 28th of September, year two thousand and seventeen. (20)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s