Flugfælni

Í kynningablogginu mínu sagði ég að mér þætti betra að ferðast innanlands því ég væri svo flughrædd. Í gegnum tíðina hef ég fengið margar spurningar útí flughræðslu mína og hvernig ég lærði að stjórna henni og fara aftur í flug.

Ég hef verið flughrædd lengi en alltaf látið mig samt hafa það og farið í flug. En árið 2012 í október fór ég í flug til Ísafjarðar. Mamma keyrði mér á flugvöllinn, meðan við biðum eftir vélinni sagði mamma mér frá flugslysi sem varð hér á Íslandi fyrir einhverjum árum. GEGGJAÐ. Ég fór ein í flugið, um leið og ég settist niður í vélinni tók ég hana alla í frumeindir, skoðaði hana á alla kanta og pældi í hverju einasta hljóði sem kom. Vélin fór af stað og ég varð skíthrædd. Ég reyndi að slaka á og hlusta á tónlist en ég bara gat það ekki, mér fannst vélin vera skrölta í sundur og þegar við komum inní fjörðinn “bommsaði” vélin niður og aftur upp. Ég fríkaði út og ætlaði að koma mér úr þessari vél sem fyrst, (ekki einu sinni spyrja hvernig) um leið og ég stóð upp í vélinni leið yfir mig. Þá kom kona hlaupandi til mín sem sat fyrir aftan mig, reif mig upp og aðstoðaði mig í belti. Hún reyndi að róa mig niður meðan vélin lenti á Ísafirði.

Eftir að vélin lenti ákvað ég að þetta myndi ég aldrei gera aftur, ekki sjéns að ég ætlaði mér að þola þennan kvíða og vanlíða aftur.

Ég og Anton byrjuðum svo saman árið 2014, hann er einn af þeim sem skilur ekki flughræðslu, hann elskar að fara í flug og honum finnst sérlega gaman ef það er mikil ókyrrð! Hann ætlaði að ferðast sama hvort ég kæmi með eða ekki. Eftir að við eignuðumst Diljá var komin meira pressa á mig að fara í flug, þar sem pabbi Antons býr erlendis. Til hans er 7-8 tíma flug..

Þannig árið 2016 ákvað ég að fara í flugfælnisnámskeið hjá Icelandair. Á námskeiðinu er farið útí hvernig flugvélin virkar, hvernig hún flýgur og svo er líka farið útí hvernig hægt er að stjórna kvíðanum. Námskeiðið endar með flugi, ég fór til Kaupmannahafnar 27. Október 2016.

Áður en ég ætlaði til Seattle í 8 tíma flug vildi ég fara í stutt flug áður þannig 24. Nóvember fór ég og Anton til Amsterdam, ég var virkilega kvíðin fyrir flugið, það var helvíti! en um leið og vélin fór í loft var ég ekkert hrædd þótt það var svakalega mikil ókyrrð alla leiðina til Amsterdam. Heimferðin var ekki eins góð en þá var ég líka orðin svo viðkvæm og vildi bara vera komin heim til Diljáar.

Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti farið í 8 tíma flug! En ég fór í það 21. Desember 2016, mér leið ekkert vel, en mér leið ekki eins og ég væri að fara deyja.

 

 

Í ár hef ég farið tvisar erlendis með flugi og með planaða ferð næstu páska. Ég lýg því ekki að ég finni ekkert fyrir því að fara í flug, fyrir hverju einustu ferð verð ég kvíðin og mjög hæg að öllu og alveg sama um það að ég gæti misst af vélinni, kanski ástæðan afhverju ég missi nánast alltaf af vélinni. En ég læt mig samt hafa það enda tekur það ekki bara eitt flug, að komast yfir óttan sem ég hef haft lengi.

Ég hefði aldrei geta farið í flug ef ég hefði ekki farið á flugfælnis námskeiðið hjá Icelandair! það var svo gott að læra um flugvélina, kvíðan, sjá flugumferðastöðina, og sitja hjá flugstjórunum og sjá hvað þeir eru að gera þarna frammí, og svo að hitta og spjalla við annað fólk sem skilur kvíðann sem maður hefur.
Mæli hiklaust með flugfælnis námskeiðinu hjá Icelandair fyrir alla sem eru hræddir við að fljúga!

for garnering 1st Honors in Academic Excellence for the school year 2016-2017. Presented on the 28th of September, year two thousand and seventeen. (17)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s