Uppáhalds hárvörurnar mínar

Það er nokkuð langt síðan ég prófaði ELEVEN AUSTRALIA vörurnar fyrst og fannst mér þær æðislegar. En á þeim tíma var mér nokkuð saman hvað ég notaði í hárið á mér og þegar þær kláruðust notaði ég bara eitthvað sem ég átti eða einhverjar hárvörur úr matvöruverslunum bara. Ég byrjaði að vera í hrikalegum vandræðum með hárið á mér, það var alltaf fitugt og flatt eins og það væri skítugt hvort sem ég var ný búin að þvo það eða ekki. Það leit bara alltaf hræðilega illa út og var ég aldrei sátt með það. Ég talaði við vinkonu mína sem er hárgreiðslukona og hún mælti með að ég skipti út í betri hárvörur og athuga hvort að það lagi þetta ekki. Mundi ég svo eftir því hvað ELEVEN AUSTRALIA vörurnar reyndust mér vel og fór ég strax í það að panta þær aftur. Og viti menn, þær alveg björguðu hárinu á mér strax og eftir fyrstu notkun sá ég mun á hvernig það var. Loksins er komið líf í það eftir langan tíma og mun ég halda mig við þessar vörur.

Ég er að nota Smooth Me Now Shampoo & Smooth Me Now Conditioner þar sem hárið mitt vill til að verða stundum rosa úfið og út um allt. Svo áður en ég þurrka það og slétti nota ég ávalt Miracle Hair Treatment sem er algjört æði og held ég hreinlega að þetta sé ein af mínum uppáhalds vörum frá þeim. Ég er algjörlega fallin fyrir þessu merki og verð hreinlega að prófa fleiri vörur frá þeim. Næsta vara sem verður keypt frá þeim verður klárlega I Want Body Volume Sprey og/eða Sea Salt Texture Sprey er allavegana rosa spennt fyrir þeim og þessu merki yfirhöfuð.

Það er hægt að nálgast sölustaði HÉR.

Höfundur keypti vörurnar sjálf

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s