Gleðilegt nýtt ár!

Ég vona að þið hafið öll getað notið hátíðarinnar og munuð halda áfram að njóta hennar allavega ætla ég að gera það. Mér finnst samt alltaf vera einhverskonar sjarmi yfir tímanum þegar nýtt ár gengur í garð, allir að setja sér ný markmið og þess háttar – ég er engin undantekning.

Ég hef alltaf notast við dagbók til að skipuleggja mig og skrifa markmið mín í en í ár ætla ég einungis að nota tölvuna, ég er með dagatal í exel sem ég get þá alltaf bætt inn í og tekið út án þess að þurfa tippexa yfir allt. Ég nota svo google docs fyrir markmiðasetningu og þess háttar skipulag. Mér finnst líka sniðugt í allri þessari sjálfsskoðun að hreinsa tölvuna s.s. raða öllu í möppur og hafa hana skipulagða svo það sé þæginlegt að finna allt og vinna í henni ég geri svo það sama með símann.

Hér eru nokkur markmið sem ég setti mér fyrir 2018 :

1. Ég vil borða minna af kjöti og dýraafurðum.
2. Ég vil standa mig eins vel í skólanum og ég get og setja skólann í fyrsta sæti.
3.  Ég vil ná að helminga þyngdina sem ég er að taka í ræktinni – Þetta finnst mér miklu raunverulegra markmið en að segjast bara vilja missa 10kg.
4. Mig langar að fara til London, ég hef farið 1x en þá sá ég ekki mikið af borginni.
5. Ég vil nota “já” meira en “nei”.
6. Ég vil prófa einhverja nýja hluti í hverjum mánuði t.d. eins og að taka einhver námskeið eða eh þannig.

Það bætist svo alltaf eitthvað meira við þegar ég er að pæla svona mikið í þessu, ég mun klárlega leyfa ykkur að fylgjast með leið minni að þessum markmiðum, það er svo ótrúlega hvetjandi. Vonandi munu þið eiga gott ár og hlakkar mig mikið til að deila mínu með ykkur.

 

          for garnering 1st Honors in Academic Excellence for the school year 2016-2017. Presented on the 28th of September, year two thousand and seventeen. (21)

 

 

 

One thought on “Gleðilegt nýtt ár!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s