Let’s talk about sex toys

Skellum okkur aðeins út fyrir þægindarammann og ræðum um hjálpartæki ástarinnar með öðrum orðum kynlífstæki og aukahluti sem fylgja kynlífi. En ekki bara hvaða kynlífstæki sem er heldur einungis þau bestu og skemmtilegustu. Eina verslunin sem ég versla mín tæki í er Blush.is sem er snilldar verslun bæði á netinu og Hamraborg 5 í Kópavogi. Verslunin er ekki bara snilld heldur er hún með snilldar eiganda hana Gerði Arinbjarnar eða eins og margir kalla hana Gerður í Blush. Eftir að ég fór að fylgjast með Gerði á snappinu fyrir löngu og byrjaði að versla við hana myndi mér ekki detta í hug að versla við neina aðra verslun ekki einu sinnu þó það væri örlítið betra verð annarsstaðar þar sem ég er tryggur kúnni og held mig við staðina þar sem er veitt góð þjónusta.

Ég versla ekki einungis fyrir mig heldur er ég klikkaða vinkonan sem enginn þorir að opna pakka frá fyrir framan aðra á jólum og afmælum þar sem það er mjög líklegt að það leynist kynlífstæki í pakkanum.

Enn að tækjunum, ég ætla að gera hérna lista með mínum uppáhalds og hverju ég mæli með persónulega og hvað er sniðugt að eiga!

  1. Womanizer PRO 500 er eitthvað sem allar konur verða að eignast. Eitt orð sem lýsir því best er WOW.  Hvort sem þú ert 16 ára, 36 ára eða 96 ára þó er Womanizer snilldar tæki og eru allar vinkonur mínar sammála því og eigum við flestar eitt stykki af einhverri útgáfu af tækinu. Ef ég mætti eingöngu eiga eitt tæki og þyrfti að velja á milli allra tækjana væri Womanizer alltaf fyrir valinu, getur ekki klikkað.
  2. Echo eggið frá Svakom er lítið og nett endurhlaðanlegt þannig það er engin snúra í því. Margar vinkonur mínar eiga þetta líka og mæla með því. Hentar vel pörum og  er snilld í veskið fyrir djammið ef svo skyldi að þú færir heim með einhverjum og villt krydda upp á skyndikynnin.
  3. Fifty Shades of Grey – Under the bed sett það er ekkert mál að setja það undir dýnuna og enginn þarf að vita af því þar. Nema þú sért eins opin með þessa hluti og við vinkonurnar á Ísafirði en flestar vinkonur mínar hérna eru með þetta sett undir rúmminu sínu.
  4. Nova grindarbotnskúlurnar frá Svakom ættu allar konur að mastera, no need to say more.
  5. Discover your lover er borðspil sem öll pör ættu að prófa til að krydda upp á kynlífið. Mjög auðvelt og skemmtilegt spil sem lætur þér ekki leiðast og kemur mikið á óvart.

Svo er alltaf gaman að prófa nýjar vörur sem koma á markaðinn sem eru engum líkar. Ég hef heyrt mikið af nýja tækinu Zumio og er spennt fyrir því að prófa það eftir að ég tími að fjárfesta í því. Ég trúi reyndar ekki öllu sem ég heyri en ég hlakka til að prófa það í framtíðinni og sjá hvort það stendur undir væntingum.

Í gær þann 3. janúar komu út þrjú ný tæki frá Satisfyer og eru á 20% kynningar afslætti akkurat núna. Er mest spennt fyrir einu þeirra en það er Satisfyer Pro G-Spot Rabbit sem er tvöfaldur kanínu titrari með léttu sogi. Mæli með að allir skoði nýju tækin þar sem þau eru nýkomin á markaðinn og engin í líkingu við þau eða allavegana ekki þau sem ég hef séð.

Færslan er ekki kostuð

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s