Sjúkraliðinn

Eftir að ég útskrifaðist úr sjúkraliðanum hafa margir spurt mig útí námið og starfið svo ég ákvað að gera smá samantekt um sjúkraliðan og afhverju ég valdi það nám. 

Sjúkraliðinn er þriggja ára menntaskóla nám, án stúdentspróf, en hægt er að taka stúdentsprófið samhliða. Sjúkraliðinn er kenndur í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og Fjölbraut í Breiðholti á höfuðborgarsvæðinu, svo er hægt að taka hann í fjarnámi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra þar sem ég útskrfaðist. Það eru fleiri skólar sem kenna hann en ég er ekki alveg með þá á hreinu, ég fór allavega í sex menntaskóla sem kenna sjúkraliðann. Mér fannst best að taka þetta í fjarnámi frá Fjölbrautarskólaum Norðurlands Vestra og Verkmenntaskóla Austurlands. 

Starfið er mjög fjölbreytt, sjúkraliðar starfa á ýmsum stöðum t.d. á spítala, hjúkrunarheimilum, heilsugæslum og á sambýlum fyrir fatlaða.

Það er mjög erfitt að verða leiður á þessu starfi. Engin vakt er eins, engin deild er eins ekkert er eins og maður lærir alltaf einhvað nýtt sama hve lengi maður hefur starfað sem sjúkraliði. Þetta er að sjálfsögðu mjög krefjandi starf og koma upp allskonar ákoranir sem maður þarf að takast á við.

20180107_030805

Ég valdi þetta starf einungis því ég vildi ekki útskrifast úr menntaskóla bara með stúdentspróf heldur vildi ég útskrifast líka með starfsheiti og varð þannig sjúkraliðinn fyrir valinu. Ég er svo ánægð að ég tók þessa ákvörðun, því sjúkraliðinn er svo miklu meira en fólk heyrir um útí bæ. Þetta er svo gefandi og bara æðislegt að stundum þá skil ég ekki alveg afhverju það eru ekki fleirri sem ég þekki sem fara í þetta nám.
Þó svo ég stefni í allt annað nám í framtíðinni þá mun ég samt alltaf hafa og nýta mér sjúkraliðastarfsréttindin mín.
Planið mitt hefur aldrei verið að “halda áfram” og fara í hjúkrunarfræði.. Og vonandi einn daginn hættir fólk að gera ráð með því að allir sjúkraliðar vilji fara í hjúkrunarfræði. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef fengið þessa spurningu. En nei sjúkraliðinn og hjúkrunarfræði er bara ekki svo frábrugðið að ég myndi nenna eða vilja eyða fjórum árum til að bæta því við. Ef ég hefði ekki farið í sjúkraliðan þá hefði ég pottþétt farið í hjúkrunarfræði eftir menntaskólann. Þar opnast líka fullt af dyrum í meira nám. Ekki er eins mikið af meira námi í boði fyrir sjúkraliða.

Sjúkraliðar eru stór partur af mörgum stofnunum og ætti aldrei að gera lítið úr starfi þeirra.

 

for garnering 1st Honors in Academic Excellence for the school year 2016-2017. Presented on the 28th of September, year two thousand and seventeen. (17)

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s