BRJÓSTAGJÖF | HELVÍTI OG HAMINGJA

Ég á dóttur sem er rúmlega 15 mánaða gömul. Ég var með hana á brjósti í sirka 6 mánuði og það var sko enginn dans á rósum. Þegar ég gekk með Ronju Líf las ég lítið sem ekkert um brjóstagjöf. Ástæðan var sú að ég hélt þetta væri ekkert mál og að eina vesenið sem gæti mögulega fylgt þessu væri of lítil mjólk og þegar tennurnar kæmu. Ég var búin að skoða gjafastellingar á pinterest, hvað meira þarf ég eiginlega að vita? Þetta eru enginn geimvísindi, bara túttan uppí munn og allir sáttir?

Allt við brjóstagjöfina kom mér virkilega á óvart, eins og við mátti búast. Sársaukinn fyrsta mánuðinn var ÓGEÐ. Ég var öll á iði og barðist við það að öskra ekki með nýfædda krílið mitt á brjóstinu. Ég var með bilaða offramleiðslu á mjólkinni sem gerði Ronju mjög erfitt að ná gripi á brjóstinu, það fossaði út um allt endalaust. Ég var öll út í sárum, hægri geiran klofnaði hálf í sundur og ég var ALLTAF rennandi blaut. Ég vaknaði á nokkra tíma fresti í sundlaug þó ég svæfi með nokkur einnota brjóstainnleg ásamt fjölnota á sitthvoru brjósti. Ég veit það eru margar mæður sem líta á offramleiðslu sem eitthvað lúxus vandamál, þetta er kanski betra en of lítil eða enginn framleiðsla en samt sem áður vandamál og þetta tók verulega á. Buguð á líkama og sál sagði ég daglega “Nei núna er ég hætt” .. Og hætti síðan við það að hætta 5 mínútum seinna.

Ég ákvað að prófa mexico hatt sem gerði brjóstagjöfina mun bærilegri, sárin greru og ég gat sturtað úr hattinum í taubleyju án þess að taka hann úr munninum þegar hún drakk sem bjargaði öllu. Með hverri gjöf varð þetta yndislegra, betra og notalegra og áður en ég vissi af þótti mér óendanlega vænt um þessa stund sem við mæðgurnar áttum saman. Þegar Ronja Líf varð 3 mánaða kom loksins ágætt jafnvægi á framleiðsluna og mér fór að líða mun betur. Ég hætti hinsvegar ekki að nota mexico hattinn því bæði var ég alltof stressuð fyrir því og Ronja tók það ekki í mál. Ég skammaðist mín vandræðanlega mikið fyrir það að nota mexico hatt. Ég átti mjög erfitt með að nota hann fyrir framan annað fólk og laug yfirleitt og sagði að ég þyrfti að nota hann tímabundið því ég væri með sár. Ég veit ekki af hverju ég var svona, enda ekkert að því að nota hattinn. Andlega líðan mín og félagskvíðin hafa líklega spilað inn þar.

Ronja byrjaði að hafna brjóstinu í kringum sex mánaða og leyfði ég henni að stjórna ferðinni. Ég var engan veginn tilbúin í að hætta þótt Ronja væri það. Það var nefnilega ekki fyrr en um sirka 4 mánaða sem ég byrjaði að njóta þess almennilega að vera með hana á brjósti og mér fannst ég hafa misst af svo miklu, tímdi ekki að hætta strax. Eftir allan þennan tíma sé ég að ég hefði líklega átt að hætta með hana mun fyrr mín vegna. Andlega hliðin var í fokki og þetta spilaði stórt inn í. Hreinskilnislega sagt veit ég það ekki, þetta er flókið. Ég veit ég hefði örugglega átt að hætta en ég er samt svo þakklát fyrir að ég hafi fengið að upplifa þetta góða sem fylgdi. Það var gaman að sjá hversu yndislegt þetta varð eftir allt þetta vesen. offramleiðsla, sár, klofinn nippla, síendurteknar stíflur og sýkingar.

Brjóstagjöfin mín gekk ekki beint eins og í sögu en ég er endalaust þakklát. Ef við eignumst annað barn vona ég að brjóstagjöfin gangi betur og finnst mér það líklegra þar sem ég er með smá reynslu núna, þetta er nefnilega ekki meðfætt heldur eitthvað sem þarf að læra. Ég er búin að lofa sjálfri mér að pína mig ekki áfram eins og ég gerði. Ef næsta brjóstagjöf mun rífa jafn mikið í sálina og þessi gerði í byrjun þá held ég að fari strax í mexico hattinn eða hætti og ég ætla ekki fá eitthvað mömmviskubit yfir því. Ég skora á ykkur verðandi múttur að lesa ykkur almennilega til eða skella ykkur á brjóstagjafanámskeið, ómæ ómæ hvað ég hefði þurft á því að halda og GURLS setjið ykkar andlegu heilsu í fyrsta sæti af því að HAPPY MOM = HAPPY BABY.  Súrefnisgríman fyrst á okkur og allt það..

Posted by

22 ára móðir, hafnfirðingur, femínisti & kaffifíkill með brennandi áhuga á ljósmyndun & Harry Potter. Instagram @anitakroyer

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s