Skipulag 2018

Þeir sem þekkja mig vita að ég er alls ekki skipulögð og hef aldrei verið. Ég hef keypt mér dagbækur á hverju skólaári en í lok árs má finna þær neðst í töskunni hálf tómar, og þá meina ég að það sé búið að skrifa í fyrstu vikunar en svo ekkert meira.

Nú er komið að því að mér tekst þetta og 2018 verður árið mitt. Ég hef ekki um annað að velja þar sem á þessu ári verður mikið að gera. Ég í fullu háskólanámi við Háskólann á Akureyri, vaktavinnu og nóg að gera tengt blogginu á þessari síðu.

Mér ætlar loksins að takast það að verða skipulögð, minn tími er kominn!

Ég hef séð marga fjalla um dagbækurnar frá Personal Planner og allir hælt þeim mjög vel. Ég ákvað í flýti að skella mér í að panta mér eina áður en ég myndi gleyma því eða hætta við. Bókin mín er ný komin til mín og mér finnst hún æði og langaði mér að deila henni með ykkur.

Svona ákvað ég að hafa forsíðuna á bókinni.Ég ákvað að setja upp litabók aftast og sudoku þrautir.
Þar sem ég ferðast mikið vildi ég að hafa heimskort þar sem ég skoða yfirleitt kort þegar ég vel næsta áfangastað.

Ef að þú villt panta þína eigin dagbók geturu gert það HÉR.

Höfundur keypti vöruna sjálf

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s