Þreyttir fætur

Það kannast líklega flestir við það að vera með þreytta fætur og hversu ömurlegt það er, ég þekki þetta vandamál vel og það varð eiginlega óbærilegt þegar ég fór að vinna mikið standandi.

Mig vantaði þá eitthvað til að hjálpa mér að laga ástandið án þess að vera endalaust í fótsnyrtingum – þó svo að ég geri það með reglulegu millibili þá fannst mér ég þurfa eitthvað auka og ákvað að kíkja í Thebodyshop og sjá hvort það væri ekki til eitthvað sniðugt.

Það var svo sannarlega til – kælandi fótakrem og kælandi fótasprey með piparmyntu. Þetta er algert undur og frá því að ég keypti þetta hef ég notað þetta endalaust, sérstaklega núna í jólatörninni.

Kremið nota ég á kvöldin áður en ég fer að sofa, tek slatta og nudda því inn í fæturna með höndunum í ca 1 mín og skelli mér svo í kósýsokka yfir, mér finnst það hjálpa við að kremið nuddist ekki af og vinni betur í fótunum meðan ég sef og ég vakna svo með næstum því nýjar fætur.

Spreyið finnst mér mjög þæginlegt að hafa í veskinu og spreyja á fæturna þegar ég er alveg að kálast og þá dregur það úr þreytunni.

Vörurnar keypti ég sjálf og mun klárlega gera það aftur. Ef þið eigið við sama vandamál að stríða þá mæli ég 1000% með þessu combói.

 

for garnering 1st Honors in Academic Excellence for the school year 2016-2017. Presented on the 28th of September, year two thousand and seventeen. (21)

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s