Stelpa eða strákur

Ég er ólétt af mínu öðru barni sem er væntanlegt í júní. Núna í janúar fáum við að vita kynið á barninu, svo það eru búnar að vera miklar pælingar hvernig við viljum komast að því hvor kynið það sé.

Hér allavega eru nokkrar hugmyndir..

  1. Það er hægt að gera allskonar með blöðrur, confetti blaðra er orðið mjög vinsælt, svo er líka hægt að fylla pappakassa af helíum blöðrum , svo hefur fólk líka raðað nokkrum svörtum blöðrum á pappa og aðeins ein blaðra inniheldur bleikt eða blátt confetti, yrði gaman að gera þetta fyrir gestina einn og einn kemur upp og fær að sprengja eina blöðru, þangað til kynið kemur í ljós.il_340x270.1291722386_7tn3
  2. Svo er líka hægt að setja bleika eða bláa málingu í vatnsblöðru, festa hana á striga og  kasta pílu eða sprengt hana með nál, líka hægt að spreyja úr spreybrúsum á strigann. Gaman að eiga svo eftir á.
    Það er líka hægt að vera í hvítum bolum og einhver fær að halda á vatnsbyssu með málingu í.b6326ab66e35447901193799d7ca6abd--balloon-gender-reveal-archery-gender-reveal
  3. Skera köku, þá er yfirleitt sett bleikt eða blátt krem inní kökuna, eða bleikt eða blátt smarties.gender-reveal-cake (1)
  4. Ef þið eruð að fara fá að vita kynið milli jóla og nýárs er hægt að fá blys sem verður bleikt eða blátt hjá flugeldasölu! Gaman að kveikja í einu svoleiðis um áramót! 20180112_1829545. Svo er hægt að vera með skafmiðaskafmiðar
  5. Hægt er að setja confetti eða leikföng í pinjata og slá köttinn úr tunnunni, pinjata fæst t.d. í partýbúðinni

il_570xN.1073625244_pk9y

7. Egg roulette! Þá er fylltur eggjabakki af harðsoðnum eggjum nema eitt egg er óeldað, öll eggin hafa verið lituð/máluð bleik eða blá, parið svo velur sér eitt egg slær því á ennið/höfuð sitt eða þar sem þeim dettur í hug. Liturinn á egginu sem brotnar/ósoðið segir til um kyn barns.

Many Pink And Blue Easter Eggs On Green Grass

8. Það er hægt að fara útí búð og velja föt á stelpu og strák fara svo með flíkurnar á kassan og biðja starfsmanninn að pakka því inn sem segir til í umslaginu. Kíkja svo í pakkann.

giftvoucherpic

 

9. Ratleikur þar sem koma upp allskonar vísbendingar sem benda til kyn barns og á loka stöðinni leynist svarið.

gender-reveal-scavenger-hunt-clues-850x1133

Þegar ég var ólétt af Diljá fengum við að vita kynið og vorum þá með köku, okkur langar til að prufa einhvað annað núna, en planið er að fara tvö saman beint eftir sónarinn í partýbúðina með pappakassa og fá starfsmannin til að fylla kassan af bleikum eða bláaum helíum blöðrum, svo ætlum við að fara niðrí miðbæ á eða við tjörnina og opna kassan saman. (ef veður leyfir) Tjörnin niðri miðbæ hefur alltaf verið “okkar” staður.
Svo seinna um daginn ætla foreldrar okkar og systkini að koma í heimsókn og ætlum við að leyfa þeim að sprengja eina og eina svarta blöðru sem verður límd uppá vegg og aðeins ein er með bleiku eða bláu confetti.

Eins og er þá er þetta planið… En gæti alveg verið að ég verði búin að skipta um skoðun fyrir 25. janúar. Það er alveg líklegt af mér.

 

One thought on “Stelpa eða strákur

  1. Pingback: IT’S A GIRL

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s