Besti vegan viku matseðillinn

Þegar ég býð fólki í mat, vegan eða ekki vegan þá hef ég verið að nota þessar uppskriftir, þær hafa aldrei orðið fyrir vonbrigðum!
Ég er með langan lista af vegan uppskriftum í tölvunni minni en þessar eru mínar uppáhalds.

Hér eru 7 vegan uppskriftir sem klikka ekki;

Nr.1
Gulróta Pulsur Með Mangó Salsa
Carrot_dogs.jpg
Ekki láta nafnið blekkja þig því þessar eru BETRI en kjöt-pulsur!! Mæli með að setja líka vegan mæjó á milli.

Nr.2
Vegan Hamborgarar
jamie burger
Þetta er okkar ”Go to” hamborgara uppskrift – fljót og bragðgóð!
Ég dýf þeim í brauðmynslur rétt áður en ég steiki þá til að gera þá extra stökka.
Við setjum síðan avacado, spínat, rauðlauk, tómata, pikklaða gúrkur og megum ekki gleyma heimagerðu Vegan Chipotle Mæjó á milli! Mmmmm…

Nr.3
”8-Minute Pantry Dal” 
8minutepantrydal-7675
Þessi karrý réttur er OFT í matinn hjá okkur – hann er svo bragðgóður og ótrúlega einfaldur!
Ég stækka svolítið uppskriftina, set 2 kúrbíta (zucchini), 1-2 borkkolí hausa, 2 miðlungs sætar kartöflur, 1 box af sveppum og ca 1 bolla af frostnum litlum grænum baunum, set svo stóra dós af skornum tómötum (794g) í stað litla.

Nr.4
Burrito Fylltar Sætar Kartöflur
burrito stuffed sweet
Manni líður svo rosalega vel eftir að borða þennan rétt – hollur, góður OG einfaldur.
Eins og þið sjáið þá elska ég einfaldar uppskriftir!

Nr.5
Vegan Shepherd’s Pie ala Jamie Oliver
shepherds pie
Jamie Oliver hefur aldrei brugðist mér, sama hvaða uppskrift ég prófa frá honum, þær koma alltaf vel út!
Þessa uppskrift hef ég notað lengi, löngu áður en ég varð vegan.
Ljúffengur ofnréttur, hollur og ótrúlega fyllandi.

Nr.6
Hvítvíns-karrý-blómkálssúpa

curried-cauliflower-soup-.jpg
Þetta er besta súpa sem ég hef smakkað! Ég er ekki að ýkja.
Kremuð, ótrúlega bragðgóð og ennþá betri með heimagerðu hvítlauksbrauði (vegan smjör + hvítlaukssalt).
Þessa er líka hægt að hafa í flottari matarboðum – hún er ÞAÐ góð.

Nr.7
Rauðkarrý réttur með hrísgrjónum
red-thai-curry-recipe-1-1
Ég veit ekki hversu oft ég hef hent í þennann rétt. Hann er einfaldur, kremaður og ljúffengur!
Ég bæti alltaf við eina dós af kjúklingabaunum eða linsubaunum.

Ef þið hafið einhverjar spurningar um uppskriftirnar þá ekki hika við að spurja mig!

Njótið!

for garnering 1st Honors in Academic Excellence for the school year 2016-2017. Presented on the 28th of September, year two thousand and seventeen. (20)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s