Grindarbotnsæfingar

Grindarbotninn er mjög mikilvægur og allir kvenmenn ættu að reyna hugsa vel um sinn. Það er aldrei of seint að byrja gera æfingar og eru þær alls ekki bara fyrir konur sem eru búnar að eignast börn heldur allan aldurshóp. Því fyrr sem þú byrjar því betra, þegar ég var í grunnskóla þá var lífsleikninni hjá okkur skipt í stráka og stelpu hópa og einn daginn var okkur kennt um grindarbotninn og gerðum æfingar saman og kennt þær. Ég er því mjög þakklát í dag að mér var kennt um þetta svona snemma og hef reynt að gera reglulega æfingar þó ég sé alls ekki nógu dugleg í því.

Að vera með sterkann grindarbotn getur komið í veg fyrir og hjálpað til með þvagleka hjá konum á meðgöngu og eftir barnsburð. Margar konur eru í miklum vandræðum með þetta eftir barnseignir en það er ekkert til að skammast sín fyrir. Oftast gengur þvaglekinn til baka nokkrum vikum eftir fæðingu en hjá öðrum er þetta langvarandi vandamál sem þarf að vinna á.

Að vera með sterkann grindarbotn getur einnig aukið unað í kynlífi og hjálpað konum að fá betri og sterkari fullnægingar og aukið örvun hjá karlmönnum ef maður kann að beita honum rétt.

Það er hægt að gera grindarbotnsæfingar hvar og hvenær sem er. Hvort sem þú ert heima hjá þér, í skóla eða vinnu eða bara í strætó. Æfingarnar eru gerðar þannig að þú slakar á vöðvunum og dregur þá svo upp hægt og rólega heldur í smástund og sleppir svo, endurtekur þetta svo í nokkrar mínútur.

Einnig er hægt að gera æfingar með grindarbotnskúlum en ég á þessar hérna. Það eru til mjög margar tegundir og ekkert mál að finna þær sem henta fyrir þig og eru þær misþungar. Ég þarf reyndar að fara mastera mínar aðeins betur og vera duglegri að nota þær. Sniðugt er að nota kúlurnar heima til dæmis á meðan þú ert að taka til og þrífa eða bara í sturtunni eftir því sem hentar þér best.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s