KONA MÁNAÐARINS | JANÚAR

Kona mánaðarins í janúar er Thelma Rut Gunnarsdóttir, Thelma er fædd 26. janúar árið 2000. Hún er í Flensborgarskólanum og vinnur hjá Reebok.

Árið 2017 byrjaði Thelma að reyna að massa sig og bæta á sig, en hún hefur alla tíð fengið frá fólki að hún sé svo grönn, líti út eins og tannstöngull eða það versta að hún hlyti nú að fara detta bráðum í sundur.
Fólk áttar sig ekki oft á því en að kalla granna manneskju granna getur verið jafn særandi og móðgandi og kalla feita manneskju feita. En þar sem fólki finnst þetta svo alltof saklaust hefur hún þurft að þola allskonar uppnefni á það hve grönn hún sé. Árið 2017 áður en Thelma byrjaði að reyna byggja sig upp var hún 54kg. daginn í dag er hún 59kg en fyrir jólin 2017 hafði hún náð uppí 62kg en tapaði kílóum í jólafríinu.

Við spurðum Thelmu nokkrar spurningar..

Hefuru reynt að bæta á þig lengi?
Nei alls ekki, ég byrjaði almennilega í ágúst 2017 að lyfta og breyta mataræði sem hentaði að bæta á sig vöðva massa.

Hvað varð til þess að þú vildir byrja bæta á þig?
Ég byrjaði með það markmið að mig langaði aðallega til að byggja upp rassinn minn eins og margar stelpur nú til dags. En síðan þróaðist það í byggja upp vöðvamassa um allan líkama og vera almennt sterkari útgáfa af sjálfum mér.

Særði það þig mikið í hvert skipti sem einhver setti útá líkamsbyggingu þína?
Já myndi það ekki særa flesta, málið er að fólk fattar ekkert alltaf að það er að særa þegar það segir kannski þú ert svo grönn. Núna nýlega var sagt við mig að ég liti út fyrir að vera detta í sundur en ég veit að áætlunin hjá manneskjunni var aldrei til að særa mig en þetta var samt nóg til að fá mig til að brotna niður.

Hver var/er þín mesta hvatning?
Til að byrja með var ég bara rosa ákveðin í því að ég ætlaði að byggja upp rassinn minn og fyldigst með mörgum stelpum á instagram með sama markmið sem eru búnar að sjá töluverðan árangur sem hvatti mig á hverjum degi eigilega, síðan byrjaði áhugi minn fyrir að lyfta og styrkjast bara að aukast og ég byrjaði setja niður alls konar markmið eins og t.d. að ná að gera upphýfingar, að geta staðið á höndum, gera armbeygju með einni hendi og fl. Núna í dag get ég ekki beðið eftir því að mæta á æfingu að reyna bæta mig. Þetta er hreinlega besti tími dagsins.

Hvað æfiru oft í viku?
Ég æfi alla daga vikunnar í 1-2,5 tíma og stundum mæti ég á æfingu 2 á dag. Ég æfi eins mikið og ég treysti líkamanum mínum fyrir og hlusta á hann ef honum vantar hvíld.

Hver er munurinn á mataræðinu?
Það var ekki svakalega mikið að breyta útaf mikið af unnum mat fer illa í magann minn þannig árið 2016 byrjaði ég að elda miklu meira og “meal prep-a” og þegar ég ákveða að þyngja mig/bæta vöðva massa fór ég 110% í það og er núna alltaf með tilbúið “meal prep”. Ég bætti aðeins meira af próteini og fleiri máltíðum/snarli yfir daginn.

Uppáhalds meal prep ?
Væri líklegast ótrúlega basic kjúklingur með sítrónupipar, sætar kartöflur og gufu soðið brokkolí eða bara grænmeti.

Fylgistu vel með mataræðinu?
Já og nei, stundum skrái ég inn máltíðirnar mínar í app sem kallast MyFitnessPal og fylgist með prótein, kolvetni og fitu inntöku yfir daginn en það ekkert alltaf sem ég nenni því. Annars reikna ég svona nokkur vegin í hausnum hvað ég er borða yfir daginn.

Hvernig hugsaru um húðina fyrir og eftir æfingar?
Ég geri ekkert sérstakt fyrir æfingar, fer alltaf eins og ég er hvort sem ég er máluð eða ekki en fer alltaf í sturtu eftir æfingar og skola á mér andlitið þar af leiðandi og set síðan rakakrem eftir á.

Ertu með einhver ráð til þeirra sem vilja bæta á sig/byggja sig upp?
Að gefa þessu tíma og treysta ferlinu!! Ef þú ert að gera allt rétt en ert ekki að sjá neinn árangur þarftu bara vera þolinmóð. Þess vegna er mikilvægt að setja niður raunhæf markmið og sjá árnagurinn í þeim útaf þá veistu að það er eitthvað að gerast. Og reyna finna leið til að hafa gaman af þessu því þá gengur þetta allt svo miklu betur.

Árangur 2017?
Efla sjálfstraustið, byrjaði að mæta í ræktina reglulega. Upphýfingar! Það var það erfiðasta sem ég gerði en núna fer ég léttilega með 3, metið er 5, gat ekki staðið á höndum í eitt sekúndu brot en núna næ ég að halda mér svona 7 sek, næ að standa á annarri hendinni en það er við vegg. Mér hefur almennt tekist að styrkjast og lyfta þyngra.

Markmið 2018?
Styrkja mig töluvert meira ég er bara rétt að byrja, mig langar til að prufa crossfit. HÆTTA að bera mig við aðra (einhvað sem ég geri mun minna en áður en geri samt sem áður enþá). Vera dugleg að breyta mataræðinu og æfingu rútínu.

Þótt Thelmu hafi takist að bæta á sig, fær hún enn frá fólki að hún sé svo grönn og fær enn að heyra það að hún sé að fara detta í sundur. Hvenær er fólk feitt eða grannt? Hver ákveður það? Ef manneskja er hraust og ánægð með sinn eigin líkama ætti fólk ekkert að vera skipta sér af því eða halda að þau hafi það vald að segja einhverjum að hún sé of feit eða grönn.

Þið getið fylgst með Thelmu á Instagram @thelmagunnarsd

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s