Opið bréf til stjúppabba míns

Elsku Rúnar takk fyrir að vera pabbi minn númer tvö.

Takk fyrir að hafa verið ávalt til staðar fyrir mig frá barnsaldri þó að þú hafir ekki verið skyldugur til þess.

Takk fyrir að hugsa um mig eins og ég væri þín eigin dóttir.

Takk fyrir að fæða mig og klæða.

Takk fyrir að skipta á bleyjunum mínum þegar ég var lítil og þrífa ælur hjá mér fram eftir öllum aldri.

Takk fyrir að vera alltaf góður við mig og viljað mér fyrir bestu þó að þú hafir verið að ganga í gegnum erfiða tíma.

Takk fyrir að styðja mig í öllu sem mér dettur í hug að taka undir það með mér.

Takk fyrir að hverja mig áfram í lífinu og vilja mér fyrir bestu.

Takk fyrir að gefa mér hluti sem mér hefur langað í þegar eða vantað þegar ég hef ekki átt efni á þeim sjálf.

Takk fyrir að styðja mig í náminu og minna mig á hvað það er mikilvægt.

Takk fyrir að trúa á mig þegar ég geri það ekki sjálf.

Takk fyrir að nenna tala alltaf við mig þegar mér leiðist.

Takk fyrir að vera til og takk fyrir að vera þú og vera ávalt hress.

Takk fyrir að elska mig eins og þú gerir.

2 thoughts on “Opið bréf til stjúppabba míns

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s