Rice Krispies Bananakaka

Ég hef aldrei verið þekkt fyrir það að geta bakað góðar kökur, þar sem þær yfirleitt brenna hjá mér eða eru of lítið bakaðar. En ég get auðveldlega skellt í kökur sem þurfa ekki að fara inn í heitan ofn til þess að verða tilbúnar. Ég skellti í þessa um daginn og heppnaðist svona glæsilega og tekur enga stund að búa hana til.

Botn:
100 gr smjör
200 gr suðusúkkulaði
4 msk  síróp
5 bollar rice krispies

Aðferð:
Bræðið smjör í potti við vægan hita og bætið síðan súkkulaðinu út í og bræðið alveg. Sírópinu síðan bætt við og svo rice krispies út í, allt hrært vel saman og sett í form og kælt.

Karamellusósa:
1 poki rjómakúlur eða einhverskonar karamellur
1/2 dl rjómi

Aðferð:
Karamellurnar bræddar við vægan hita í potti með rjómanum, hrært saman þar til allt er brætt saman.

Eftir að botninn hefur verið kældur niður er rjómi þeyttur og skorið niður tvo banana. Banananum er svo raðað á kökuna og rjóminn settur yfir bananana. Í lokinn er karamellusósunni dreift yfir og best að kæla kökuna í smá tíma áður en hún er borðuð.

Gangi þér vel!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s