Fjórhjólaferð | Sveitahótel

Þar sem ég er fárveik, rúmliggjandi, dreymandi um sumar og sól langar mig að deila með ykkur ferð sem ég og maðurinn minn fórum í seinasta sumar. Í tilefni þess að hann átti þrjátíu og fjögurra ára afmæli ákvöðum við að stinga af út á land og gera eitthvað skemmtilegt, bara við tvö. Við byrjuðum daginn á því að bruna úr bænum og stoppuðum á nokkrum fallegum stöðum á leiðinni. Við fórum út að borða og síðan beint upp á hótel sem heitir Hótel Lækur og er rétt hjá Hellu. Herbergið var mjög snyrtilegt og kósý og eyddum við öllu kvöldinu þar. Ég elska sveitahótel þar sem herbergin eru með sérinngangi eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Það er miklu meira næði og svo voru lítil garðhúsgögn fyrir utan hverja hurð sem mér finnst mega kjút. Það eina sem ég fýlaði ekki var að það var ekki í boði að fara í heita pottinn eftir kl 22 minnir mig. Annars allt til fyrirmyndar.

Daginn eftir vöknuðum við snemma og héldum lengra út á land, að Arcanum en þeir bjóða upp á fjórhjóla og snjósleðaferðir. Við völdum fjórhjólaferð í þetta skiptið og förum vonandi sem fyrst í hina ferðina. Ég hef ekki farið á fjórhjól né krossara í mjög langan tíma svo þetta var extra mikið fjör. Ég viðurkenni að ég var örlítið smeyk í bröttum brekkum en þetta var svo ótrúlega skemmtilegt og ég hlakka mikið til að fara aftur. Við vorum saman á hjóli og skiptumst á að keyra sem var æði þar sem við gátum verið saman og manneskjan sem sat aftan á gat slakað á og notið útsýnisins. Við stoppuðum á nokkrum stöðum meðal annars hjá gamla flugvélaflakinu sem ég hafði aldrei séð áður. Ég verð að mæla með þessu fyrirtæki, leiðsögumaðurinn var algjör snillingur og allt starfsfólkið yndislegt og hjálpsamt.

Þangað til næst xx

Posted by

22 ára móðir, hafnfirðingur, femínisti & kaffifíkill með brennandi áhuga á ljósmyndun & Harry Potter. Instagram @anitakroyer

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s