Gæsun á Akureyri

Nú fer að styttast í sumarið og margir að fara vinna í því að byrja að plana gæsapartý. Oft er það svoleiðis þegar það eru stórir hópar að hópurinn á erfitt með að koma sér saman um hvað á að gera. Gott er að ákveða fyrirfram sirka hvað þið eruð tilbúnar í að eyða miklu yfir daginn og gera dagskrá út frá því. Ef hópurinn er stór er sniðugt að búa til hópspjall þar sem allir koma með hugmyndir. Ef erfitt er að komast að niðurstöðu er mögulega sniðugt að fáir einstaklingar úr hópnum taki saman hugmyndirnar og búi til dagskrá.

Í lok júlí 2017 setti ég saman gæsun fyrir Steinunni frænku mína sem var að fara gifta sig og ætla ég að segja ykkur frá deginum sem við gerðum fyrir hana. Allur hópurinn mætti heim til hennar á Grenivík eldsnemma um morguninn og var hún alveg grunlaus. Við mættum óvenjusnemma eða um átta leytið og ef ég myndi gera þetta aftur myndi ég byrja aðeins seinna þar sem hópurinn var orðinn vel þreyttur þegar leið á daginn. Hún var sótt með látum og pökkuðum við niður í bakpoka fyrir hana öllu sem hún þyrfti um daginn. Auka föt, handklæði, sundföt, hlýföt, fín föt og snyrtivörur var það helsta. Meðan hún var sótt var verið að útbúa bröns nokkrum götum frá henni en hún var látin hjóla þangað syngjandi og keyrðum við á eftir henni og tókum hana upp. Meðan á brönsinum stóð förðuðum við hana og settum glimmer á okkur allar.

Leiðinn lá svo til Akureyrar þar sem við fórum upp á skotsvæði þar sem við fengum að fara í skotkeppni og auðvitað vann gæsin hana.

Skelltum okkur svo með gæsina í ríkið þar sem hún fékk að velja sér áfengi yfir daginn. Löbbuðum svo frá ríkinu niðrá Ráðhústorg þar sem beið okkur Zumba kennari sem tók okkur í Zumba á miðju torginu. Við héldum svo áfram að vera niðrí miðbæ þar sem fór fram stigaleikur en gæsin fékk lista yfir marga hluti sem hún mátti velja úr til að framkvæma og fékk svo verðlaun þegar hún náði fyrirfram ákveðnum fjölda stiga. Heppnaðist það mjög vel og fylgdust margir með en túristunum fannst þetta voða sniðugt hjá okkur.

Nú er klukkan orðin sirka 14:00 og við skellum okkur í Brynjuís þar sem gæsin er látin vinna fyrir ís. Var hún klædd í starfsmanna fatnað og látin afgreiða í smá tíma og fengum við okkur allar bragðaref þarna.

Svo var mætt á pollinn til Siglingafélagsins Nökkva sem tók á móti okkur og fórum við í viðeigandi fatnað ásamt gæsinni. Við ætluðum að leika okkur í sjónum í svona klukkutíma en það var rosa kalt úti þannig gæsin var dregin á tuðru um sjóinn þangað til hún datt útí og svo fórum við í smá siglingu sem vildu á hraðbát.

Þar sem að við vissum að við yrðum kaldar og blautar vorum við búnar að plana dekur. Við mættum í Abaco þar sem var tekið vel á móti okkur og fórum við allar í heitan pott og fengum herðanudd í pottinum. Allir skelltu sér svo í sturtu fyrir kvöldið áður en við mættum í íbúð í miðbænum sem við leigðum fyrir kvöldið. Þar skelltum við okkur í fínu fötin og máluðum okkur allar saman.

Við áttum bókað borð í kvöldmat á Hamborgarafabrikkuni sem var í göngufæri frá okkur. Mjög sniðugt er fyrir gæsunarhópa að bóka borð þar þar sem að gæsin borðar frítt og fengum svo allar frítt skot. Meðan við vorum þar var tveir fyrir einn af drykkjum sem kom sér mjög vel fyrir okkur og nýttum það sko vel.

Eftir matinn fórum við aftur í íbúðina en þar gáfum við gæsinni gjöf. Við vorum búnar að skrifa staðreyndir um hana eða minningu sem við settum í krukku. Átti gæsin svo að giska á hver skrifaði hvað og var það mjög skemmtilegt og mikið hlegið. Við vorum í íbúðinni fram eftir kvöldi en svo fóru allir út að skemmta sér í miðbæ Akureyrar.

Dagskráin

8:00-10:00 Gæsin sótt + Bröns
10:30 Skotsvæði
12:00-13:00 Zumba
13:00-15:00 Miðbærinn + Brynjuís
15:00-16:00 Pollurinn
16:15 Abaco + Allir í sturtu fyrir kvöldið
18-19:30 Taka okkur til fyrir kvöldið
19:45 Hamborgarafabrikkan 

Dagskráin kostaði okkur sirka 15.000 kr á mann með kostnaðinum fyrir gæsina en Hamborgarafabrikkan er ekki inn í því.

 

Bröns á Grenivík.

Still at Grenivík.
Mætt á Pollinn.
Gæsin betlaði fría pylsu sem hún auðvitað fékk.
Hitti á Aron Can í Brynju sem auðvitað nuddaði hana og fékk gæsin stig fyrir það.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s