Vantar þig góða og einfalda kjúklinga uppskrift?

Mig langar að deila með ykkur uppskrift að æðislegum kjúklingarétti sem ég bjó til um daginn.

Það sem þú þarft:

  • 4-5 kjúklingabringur
  • 2 sætar, millistórar, kartöflur
  • 1/2L rjóma
  • Bbq sósu

Aðferð:

1. Ég á alltaf til bringur í frysti, ég tek þær út 1-2 tímum áður en ég fer að elda. Ég læt þær þiðna í 30-60 mín ca. (fer eftir stærð) og sker þær svo niður. Mér finnst best að skera bringurnar niður þegar þær eru hálf frosnar, þá eru þær ekki jafn sleipar.

Þegar ég er búin að skera þær niður set ég þær í skál með bbq sósu og læt þær standa þangað til ég steiki þær.

2. Sker sætu kartöflurnar niður og steiki þær létt á pönnu upp úr olíu og set svo smá salt og pipar. Svo set ég sætu kartöflurnar í eldfast form og set inn í ofn á 200°C og læt þær eldast þar á meðan ég geri kjúllann tilbúinn.

3. Set kjúllann á pönnu og léttsteiki hann þar, þegar hann er orðin steiktur set ég rjóma á pönnuna og bæti við smá bbq sósu og læt þetta malla í nokkrar mínútur og slekk svo undir.

4. Þegar kartöflurnar eru orðnar mjúkar þá tek ég formið út og skelli svo kjúklingum ofan á. Mér finnst gott að bæta smá bbq sósu ofan á og svo bara inn í ofn í 5-10 mín.

5. Svo er bara að skella þessu á disk og njóta!

Verði ykkur að góðu.

img_4476-e1519157040179.jpg

for garnering 1st Honors in Academic Excellence for the school year 2016-2017. Presented on the 28th of September, year two thousand and seventeen. (16)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s