FLENSU KILLER

Þar sem ég er orðin einhverskonar meistari í að vera veik, með flensu, veirusýkingar og allskonar skemmtilegt langar mig að deila með ykkur hvað ég geri til að reyna losna við þetta.

1. Engifer og sítrónuskot – Ég tek þetta vanalega alla morgna en tek tvisvar á dag þegar ég er veik. Engiferið rífur svo í og losar allar stíflur hjá mér, í smástund allavega.

2. Hvítlaukur í ALLT – Ég gjörsamlega missi mig í hvítlauknum, gekk meira segja svo langt fyrir nokkrum dögum að skera í bita og kyngja eins og töflum.

3. Kamillute með hunangi og sítrónu – Róandi og mýkir hálsin.

4. Extra mikið C-1000 – Ég er búin að vera endalaust veik síðustu tvo mánuði og er á sýklalyfjakúr nr 2 svo ég var tilbúin í að prófa allt. Byrjaði daginn á þremur töflum og tók síðan eina á 2-3 klst fresti. Veit ekki hversu sniðugt þetta er en ég las þetta og þetta en mæli með því að tala við lækni.

5. Flensusúpa – Ég reyni að henda ekki grænmetisafgöngum, safna í poka inn í frysti og nýti síðan í súpur. Ég er aldrei með neina sérstaka uppskrift heldur nýti ég það sem ég á en nota alltaf slatta hvítlauk, cayenne pipar, chilli krydd, oregano og engifer. Hún þarf ekkert að vera góð á bragðið finnst mér þar sem ég finn ekkert bragð þegar ég er svona veik.

6. Saltvatnssprey og gufa – Ég enda nánast alltaf með kinn-ennisholusýkingar svo það er mjög mikilvægt fyrir mig að vera endalaust að skola með saltvatni og anda inn gufu yfir baðvaskinum.

7. Alltaf í sokkum – Þetta er eitthvað sem mamma hafði alltaf bilaðar áhyggjur af, að passa að vera alltaf í sokkum þegar maður er veikur og þetta er orðið eitthvað heilagt fyrir mér.

8. Sólhattur – Ég kaupi dropana og blanda yfirleitt í te en þetta er líka til í töfluformi.

9. Þamba vatn – Mér finnst ekkert verra en að drekka vatn með hálsbólgu, það er einhvernveginn miklu betra í hálsin að drekka sykrað gos en það er mjög mikilvægt að passa vatnsdrykkjuna til að þynna slímið, sérstaklega ef þú ert eins og ég með kinn og ennisholurnar.

10. SVEFN – Besta meðalið við öllu. Alltaf.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s