Kona mánaðarins | Febrúar

Kona mánaðarins í febrúar er hún Sandra Karen Kristjánsdóttir. Sandra er fædd 4. maí árið 1994, hún ólst upp í litlu bæjarfélagi út á landi sem heitir Ólafsfjörður en er búsett núna í Reykjavík með syni sínum og kærasta og er að ljúka fæðingarorlofi. Við ætlum að spurja hana aðeins út í hvernig það er að alast upp í smábæ og flytja svo í borgina.

 

Segðu okkur aðeins frá þér og lífi þínu hvernig það er í dag.

Ég er 23 ára mamma, að verða 24 ára í maí. Ég er búsett í Grafarvogi sem er besti staður í heeeeimi til að búa á. Lífið mitt er svo lítið spennandi núna þar sem ég er nýkomin úr fæðingarorlofi og er að sækja um vinnur og hlakka mikið til að byrja að vinna aftur en það er lítið sem ekkert að gerast hjá mér þessa stundina.

Hvernig var að alast upp í litlu bæjarfélagi þar sem allir vita allt um alla?

Ég og Ólafsfjörður eigum svona love-hate relationship. Þegar ég bjó þar þá þoldi ég það ekki og ég þoldi ekki hvað það var lítið af fólki þar og mikið slúðrað. Á svona litlum stöðum máttu ekki taka skref án þess að allur bærinn viti af því og oft breytist sagan milli manna í 60 skref og í allt aðra átt. En núna þegar ég bý ekki þar þá elska ég að fara heim í frí og Ólafsfjörður er fullkominn staður fyrir frí.

Var það aldrei erfitt?

Jú, það var oft erfitt og þá sérstaklega ef það kom upp einhver ágreiningur þá skiptist bærinn einhvernveginn í lið og sumir halda með þessum og aðrir með hinum eða að allir halda með sömu manneskjunni og þá tekur það rosalega á fyrir hinn aðilann. Ég hef þurft að upplifa bæði.


Hver er ástæðan fyrir því að þú ákvaðst að flytja suður?

Ég vildi breyta um umhverfi og var eiginlega bara komin með ógeð af því að búa fyrir norðan og fannst einhvernveginn ekkert stefna neitt og vildi þá breyta til.

Hvernig var að finna ástina þegar þú bjóst ekki við því?

Ég fann hana nú reyndar ekki fyrren eftir að við eignuðust barn saman en fyrir það vorum við bara vinir en vorum búin að vera að deita nokkrum sinnum og einhvernvegin lá leiðin okkar alltaf aftur saman. Þegar við svo eignuðumst barn saman fórum við að ræða þetta og vorum sammála um að við værum alltaf að enda aftur á sama stað eins og það væri eitthvað merki, enda áttum við okkar sögu og höfðum alltaf einhverjar tilfinningar til hvors annars. Það er auðvitað allt frábært þegar maður finnur sálufélaga til að lifa lífinu með en það kom á tíma sem ég átti enganvegin von á því.


Finnst þér erfitt að ala upp ungt barn þegar öll fjölskyldan þín býr hinumegin á landinu?

Það er alltaf erfitt að ala upp barn og fjölskylda er mikill stuðningur þegar að því kemur. Ég er svo heppin að ég á aðra fjölskyldu þar sem ég bý núna en fjölskylda kærasta míns er alveg jafn mikil fjölskylda mín eins og mín eigin. Ég sakna mömmu samt alltaf og vildi að ég hefði hana hjá mér í gegnum þetta allt og stundum á ég það til að hringja í hana 10x sama daginn án þess að hafa nokkuð merkilegt að segja.

Hver eru þín markmið í lífinu og hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðinni?

Mín markmið í lífínu akkúrat núna standa aðallega öll að Leon Manuel syni mínum og einhvernveginn eftir að hann fæddist þá fer allt bara eftir hans þörfum. Mig langar að geta farið í nám og lært meira tengt ljósmyndun og myndvinnslu en það er mitt helsta áhugamál og ég reyni að læra af netinu og öðrum í kringum mig en svo lærir maður best af sjálfum sér. Ég sé mig fyrir mér gera eitthvað tengt því í framtíðinni.


Áttu þér einhverjar fyrirmyndir í lífinu sem þú lítur upp til og hversvegna?
Kærastinn minn er klárlega stærsta fyrirmynd mín í lífinu en hann er einn duglegasti og metnaðarfyllsti maður sem ég þekki. Mamma mín er fyrirmynd mín í að vera mamma, ég vil vera eins og hún sem mamma og stefni að því að fylgja hennar uppeldisaðferðum.

Þið getið fylgst með Söndru á Instagram @sk_kristjansdottir

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s