KOMAST AÐ KYNINU | KYNJABOÐ

Þegar ég var ólétt af Ronju lág mér rosalega á að vita kynið. Að sjálfsögðu hefði ég orðið alveg jafn hamingjusöm hefði það verið strákur en æ, þið vitið flest hversu ótrúlega spennandi þetta er, sérstaklega með fyrsta barn býst ég við. Ég pantaði því tíma í auka sónar upp á gamanið, hjá 9 mánuðum.

Ég var genginn rúmar 18 vikur á leið þegar við fórum í sónarinn. Ég bauð mömmu, pabba og litla bróður mínum með og að hafa þau gerði þetta klárlega að skemmtilegri reynslu. Við fengum heilan haug af skemmtilegum myndum og myndböndum af dóttur okkar sprikla sem mér þykir óendanlega vænt um. Við vildum ekki vita kynið á staðnum svo ljósan skrifaði það niður á blað og setti í lokað umslag. Strax eftir sónarinn brunuðum við í partýbúðina þar sem við réttum starfsfólkinu umslagið og komum með stóran kassa með okkur. Síðan biðum fyrir utan á meðan þær settu “réttan” lit ofan í.

Við vorum nýflutt og skelltum því í innflutningskaffi plús kynjaboð (Komast að kyni barnsins boð) Ég bakaði möffins fyrir gestina, þær voru óætar en sumir þóttust borða þær. Áður en við opnuðum kassan giskuðu allir kynið, mig minnir að meirihlutinn hafi haft rétt fyrir sér. Við opnuðum kassan saman og upp flugu bleikar blöðrur. Ég skrækti eins og ég veit ekki hvað enda ótrúlega spennt þar sem ég er alltof forvitin týpa. Þetta var yndislegt og ótrúlega gaman að hafa alla fjölluna með.

Posted by

22 ára móðir, hafnfirðingur, femínisti & kaffifíkill með brennandi áhuga á ljósmyndun & Harry Potter. Instagram @anitakroyer

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s