My Go To Party Drink | Uppskrift

Ég kynntist frosnum Jarðaberja Mojito almeginlega þegar ég fór í mína fyrstu ferð til Tenerife fyrir nokkrum árum og elskaði ég hann. Þegar ég kom heim aftur ákvað ég að prófa að búa hann til sjálf og finnst mér hann núna mikið betri heldur en þeir sem ég hef fengið úti. Þar sem ég er á leiðinni í afmælisferð til Tenerife núna 1. mars ákvað ég að skella inn minni uppskrift af drykknum og leyfa ykkur að njóta hennar.

 

Ég elska að halda spilakvöld, stelpukvöld, grillkvöld á sumrin eða bara kokteilakvöld. Yfirleitt er ég beðin um að gera sama drykkinn því hann yfirleitt klikkar ekki. Það er mjög auðvelt að búa þennan til en það er möst að eiga góðan blandara. Ég geri yfirleitt í rúmlega þrjú glös en blandarinn minn tekur ekki meira en það.

Frosinn Jarðaberja Mojito

  • Fullt af klökum
  • 50 ml Bacardi fyrir hvert glas
  • Nokkur fersk Jarðaber
  • Nokkur Myntalauf
  • Kreist nóg af Lime út í
  • Hrásykur
  • Sprite eftir smekk

Aðferð

Öllu er skellt saman í blandara og smakkað til. Ef þið viljið hafa drykkinn þykkari þá er bara bætt við fleiri klökum út í blandarann og hrært aftur þangað til hann verður fullkominn. Gaman er að skreyta glösin með myntu eða jarðaberjum og alltaf skemmtilegra að drekka úr fallegum glösum.

——————————————————————————————

Ég rak kærastann út að borða um daginn með strákunum og á meðan hittumst við stelpurnar heima og bökuðum flatbökur. Auðvitað nýttum við tíman og skelltum í Jarðaberja Mojito en strákarnir komu fljótt allir saman heim fyrr en þeir ætluðu þannig það endaði á stóru Mojito kvöldi fyrir alla.

Við stelpurnar kíktum svo út og um kvöldið og skemmtum okkur svaka vel.

Þið getið fylgst með ferðinni til Tenerife á instastory og komandi ferðum:

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s