Uppáhalds vörurnar mínar frá AliExpress

Þegar ég var ólétt að Viktoríu Sól uppgötvaði ég AliExpress og byrjaði að panta fyrir hana á fullu og þá var ekki aftur snúið. Ég veit ekki hversu oft ég hef séð eitthvað út í búð sem mig langar að kaupa en tími því ekki af því mér finnst verðið vera allt of hátt. Ég elska að panta af Ali, það er svo þægilegt að geta verið bara heima í sófanum, pantað það sem mann langar í og svo kemur það annað hvort inn um lúguna eða á pósthúsið. Eini gallinn við Ali er hvað það tekur flest allt langan tíma að koma en ef maður getur beðið í þessa 2 mánuði með að fá það sem maður pantaði þá er þetta algjör snilld.

Ég ákvað að gera smá færslu um nokkra af uppáhalds hlutunum mínum sem ég hef keypt á AliExpress

A52F2464-1A9F-4FE3-83A7-2B971DF7837E1. Poppskál – minn linkur er óvirkur en ég fann alveg eins skál á svipuðu verði.
Ég sá alveg eins poppskál í verslun hérna á Íslandi og var ekki alveg að tíma að kaupa mér hana á 3-4 þúsund krónur, þannig ég kíkti á Ali og fann hana strax þar á 1000 krónur og pantaði hana. Hún kom mér alveg rosalega á óvart þegar ég fékk hana, ég var ekki að búast við góðum gæðum en hún er ekkert smá flott og virkar alveg eins og hún á að virka. Núna poppa ég alltaf 1-2x í viku.

3C1AFA63-0573-47AD-9C1D-3042350167E22. Augnhár
Mágkona mín sagði mér frá því að hún hefði pantað sér augnhár af Ali sem henni fannst æði og ég hugsaði fyrst; “ af Ali? Það geta varla verið góð augnhár? “ en ákvað svo að panta nokkur til að prófa. Síðan þá hef ég pantað um 30 stk í viðbót og ég hreinlega elska þau! Þau eru bæði rosalega falleg og svo skemmir auðvitað ekki fyrir hvað þau eru ódýr! Mæli hiklaust með þeim.

3FAF9AE1-13F0-4961-A7F5-8F14C4326A533. Túlípanar
Ég sá alveg eins túlipana í verlsun hérna á Íslandi á 250 krónur stykkið og fannst það rugl dýrt, sérstaklega ef mann langar í mikið magn. Ég ákvað að kíkja inn á AliExpress og fann að sjálfsögðu alveg eins túlípana þar á 50 kall!. Ég pantaði fyrst 30 stk og síðan þá hef ég keypt um 90 í viðbót. Eg hef notað þá í afmælinu mínu, skírninni hjá Viktoríu Sól og afmælinu hennar líka. Ég elska þá, þeir eru svo fallegir.

9FC0EF7F-0707-4DAF-9D92-DCEAE47E0D264. Ljósbox
Mig langaði svo að vera með ljósbox í 1 árs afmælinu hjá Viktoríu Sól og fann það á 1200 krónur á Ali og er ekkert smá sátt með það.

31CED853-B095-4DCE-9295-5EE2E5F75E735. Dóta-/Þvottakarfalinkurinn minn er því miður óvirkur
Ég keypti þessa sætu dóta-/þvottakörfu þegar ég var ólétt að Viktoríu Sól. Hún er algjör snilld! Við notum hana undir dótið hennar en það er einnig hægt að nota þetta sem þvottakörfu.

E1D1E8E8-1F07-4A20-83B2-FE42DCE398F76.Ræktarteygjur
Ég pantaði þessar teygjur og hafði ekki mikla trú á þeim en svo þegar þær komu varð ég mjög sátt með þær, þær eru þykkar og góðar og komu mér mikið á óvart. Þær hafa gagnast mér mjög vel í heimaæfingar.

41E9E98D-4A10-4F2C-9DCA-BF056133779B7. Kjóll
Eg keypti mér þennan kjól áður en við fjölskyldan fórum til Spánar í fyrra, hann kom reyndar ekki fyrr en viku eftir að við komum heim frá Spáni (hversu týpískt!? ) en ég hef notað hann nokkrum sinnum hérna á Íslandi.

170C5274-E99B-4F8C-972D-AE6180EEDA748. Nafnahálsmen
Mig hefur alltaf langað að gefa systrum mínum nafnahálsmen en hef aldrei látið verða af því vegna þess að mér finnst þau svo dýr hérna heima. Ég fann þessi flottu hálsmen á Ali og ákvað að panta þau og sjá svo til hvort ég myndi gefa þeim þau. Sumt sem maður pantar af Ali lítur vel út á myndum en er svo bara hræðilegt þegar maður fær vöruna. Þau komu mér ekkert smá mikið að óvart, ég gaf systrum mínum þau í jólagjöf og þær voru alsælar.

D584166A-6D2D-4DE7-A149-5955854E7AD19. Merkimiðar á töskur
Ég ákvað að kaupa þessa miða áður en ég og Björgvin fórum til Finnlands í september í fyrra. Við erum eins og hálft Ísland alltaf með svartar töskur og það getur stundum verið mjög erfitt að finna þá réttu. Ég keypti skærbleikt merki og fann töskurnar strax. Ég mæli hiklaust með þessu fyrir fólk sem er með svartar töskur.

32570428-0F3C-41B4-B453-CC216222F8A510. Ryktuska
Tengdamamma mín fékk svona í gjöf og fannst mér þetta svo sniðugt að ég ákvað að panta mér nokkrar svona til að eiga. Áður þreif ég alltaf hillur með rakri tusku sem gerði ekki neitt annað en að dreifa rykinu. Þessi tuska er algjör snilld, maður klæðir sig bara í hana eins og hanska, þurrkar svo af og svo fer ég bara út og hristi hana og þá er allt hreint og fínt. img_2816

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s