Grænt boost – uppskrift

Ég leitaði lengi að grænu boosti sem mér fannst hljóma vel en fann aldrei neitt, ég prófaði nokkrar uppskriftir og þær enduðu flestar í ruglinu. Ég ákvað síðan einn daginn að ég ætlaði að gera mér grænt boost og setja bara eitthvað grænt og hollt í það. Ég kíkti inn í ísskáp hérna heima og byrjaði að tína til allt sem var grænt sem var nú ekki mikið þar sem það var bara til spínat, ég ákvað því að setja bara eitthvað sem mér fannst hljóma vel og útkoman var æði! Loksins tókst mér að búa til hollt og gott grænt boost!

Það sem ég setti í boostið:

• Pera – með hýði

• Tvö kiwi – án hýðis

• Einn bolli frosið mangó

• Lúka af spínati

• Fjórar döðlur

• Fjögur mintulaufblöð

• Smá cayenne pipar

• Eitt engiferskot ( ég nota engiferskot frá Sollu)

• Epladjús eftir smekk – fer eftir hversu þykkt þú vilt hafa boostið

• Slatta af klökum

Svo skelli ég þessi bara öllu í blandara og þeyti vel.

Verði ykkur að góðu!

img_2816

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s