Rjómapasta

Ég er algjör pasta unnandi!
Pasta er reglulega í matinn heima hjá mér en þá er þessi pasta réttur einn af mínum uppáhalds.

Hann er mjög fljótlegur í bígerð og öllum finnst hann góður!

Uppskrift
Sem ég geri fyrir mitt heimili, tveir fullorðinir og ein tveggja ára. 

Það sem þarf:20180310_173301
250gr af pasta
200gr beikon
1/2 paprika
200gr sveppir
250ml rjómi
1 dolla af sýrðum rjóma
1 Grænmetisteningur
(Parmesan ost)

(Stundum hef ég brokkolí og/eða sætar karteflur)

Aðferð

  • Ég byrja á að setja pasta í fullan pott af vatni og undir vægan hita 5-6.
  • Meðan pastað er að sjóða sker ég niður beikon í smáa bita og byrja að steikja það á pönnu.
  • Svo sker ég niður sveppina og bæti þeim á pönnuna.
  • Þegar beikonið og sveppirnir eru létt steiktir helli ég rjómanum útá pönnuna ásamt sýrða rjómanum og hrært í.
  • Paprikan er svo skorin og bætt við.
  • Að lokum í rjómasósu gumsið set ég 1 grænmetistening.
  • Leyfi þessu að babbla í um 5 mínútur

Oft þegar ég skelli í pasta réttinn er ég alls ekki að nenna elda og vil hafa þetta sem fljótlegast þannig þegar ég vil bæta við sætum karteflum og/eða brokkólí þá sker ég niður karteflurnar í litla teninga og brokkólíið í hæfilega stærð. Skelli því í lítinn búðarpoka (sem eru alltaf á afgreiðslukössunum) bindi fyrir hann og inn í örbylgjuofn í tvær og hálfa mínútu.
OG VOILA dún mjúkar karteflur/brokkólí tilbúið í pasta réttinn.

 

Svo er pastanu skellt í skál ásamt karteflunum og rjómablöndunni hellt yfir, á mínu heimili er ég sú eina sem borðar brokkolí svo það má alls ekki fara ofaní pasta skálina þannig ég bæti því spes við í mína skál!
Svo er alltaf gott að toppa þetta með parmesan ost.

20180310_175317

Verði ykkur að góðu!

for garnering 1st Honors in Academic Excellence for the school year 2016-2017. Presented on the 28th of September, year two thousand and seventeen. (17)

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s