My Birthday Trip To The Sunny Side Of Europe

Þann 1. mars síðastliðinn átti ég afmæli og varð 24 ára gömul. Ég hef alltaf tekið afmælisdeginum mínum mjög alvarlega, þeir í kringum mig vita alveg að það fer að koma að deginum mínum þar sem ég tala ekki um annað vikum fyrir. Ég var búin að plana veislu sem ég ætlaði að halda heima en fékk svo mikið betri hugmynd. Afhverju ekki að halda það á Tenerife þar sem Gamanferðir fljúga þangað á afmælisdeginum mínum og ég akkurat í viku fríi frá vinnu. Og þar var það ákveðið! Vikuferð til Tenerife var pöntuð með Benna mínum og tveim vinum hans þar sem vinkonur mínar komust ekki burt með svona stuttum fyrirvara.

Fyrir og eftir ferðina gisti ég í Keflavík í samstarfi við Bed & Breakfast Keflavík Airport Hotel. Ég hef ferðast mikið seinustu ár og alltaf fyrir utanlandsferðir hef ég gisti hjá þeim þar sem ég bý út á landi. Ég hef gist hjá þeim allavegan 6 sinnum held ég síðan seinasta sumar og voru þetta nætur númer 7 og 8 hjá mér. Ég elska þjónustuna hjá þeim vegna þess að þau geyma bílinn þinn og skutla og sækja þig á völlinn fyrir og eftir ferðina. Að auka sef ég alltaf rosa vel hjá þeim þar sem sængurnar og koddarnir eru æði að mínu mati eina sem gerir næturnar ekki nógu góðar er hvað kærasti minn hrýtur svaka mikið. Það er yfirleitt ódýrara fyrir mig að gista nótt hjá þeim og láta þau geyma bílinn í staðinn fyrir að borga gjaldið fyrir bílinn á Keflavíkurflugvelli.

 Bed & Breakfast Keflavík Airport Hotel  

Við gistum á Iberostar Las Dalias fjögurra stjörnu hóteli sem er staðsett á milli Amerískustrandarinnar og Costa Adeje. Við vorum með allt innifalið sem var mest notað í drykkina og ís en við fengum leið á matnum þar eftir sirka 3 daga en hann var samt mjög fínn miðað við hótelmat. Við sundlaugina voru dælur fyrir vatn, gos og bjór sem var hægt að ganga í að vild og hentaði það mjög vel.

Iberostar Las Dalias og ég alltaf jafn hvít  

Fyrsta daginn drifum við okkur í því að panta flöskuborð á Papagayo Beach Club til að fagna mínum 24 árum. Papagayo er einn flottasti skemmtistaðurinn á Tenerife og vorum við auðvitað nokkur kvöld þar.

Ég og Benni minn á Papagayo með einni flösku af mörgum

Það eru tveir veitingastaðir sem ég mæli með, annar er Amerískuströndinni og hinn á Costa Adeje. Uppáhalds pastað mitt er á Bianco sem er fínn staður á Amerískuströndinni og hálfmáninn og besta pizzan er á El Gran Sol á Costa Adeje sem er rosa flottur og kósý staður við ströndina.

Besti matur ferðarinnar

Frá Hótelinu okkar gátum við labbað á stað sem ég hef nokkrum sinnum farið á sem heitir White Sands og get ég mælt mikið með honum. Þar eru bestu kokteilarnir og er rosa þæginlegt og auðvelt að eyða deginum þar sérstaklega ef það er gott verður þeir bjóða líka upp á mat þar.

Nokkrir drykkir úr ferðinni

Benni minn er ekki Instagram boyfriend eins og má sjá þó ég hafi sent á hann margar síður fyrir ferðina með leiðbeiningum um hvernig maður tekur góðar Instagram myndir. Þess vegna eru fleiri myndir af einhverju öðru heldur en mér í þessari færslu.

Ég bað Benna að taka mynd af mér þegar við vorum á El Gran Sol og þetta er það sem kom út úr því

Við fórum í tvo garða einn vatnsrennibrauta- og einn dýragarð, Siam Park og Monkey Park. Í Siam Park þurfti ég að finna mér random fólk til að vera með þar sem strákarnir þorðu ekki með mér í rennibrautirnar og voru þeir í öldulauginni bara mjög gaman fyrir mig. Ég fann mér eitthvað eldra breskt par og skemmti mér vel með þeim.

Ég skemmti mér rosalega vel í Monkey Park og kostar ekki nema 10 evrur inn. Ég elska dýr og þá sérstaklega dýr sem eru ekki til á Íslandi. Mér hefur alltaf langað í apa en þarna fékk maður að fara inn í sum búrin og gefa þeim ávexti og grænmeti að borða og man ég ekki hvenær ég var svona rosalega hamingjusöm seinast og missti ég mig í að elska dýrin og gefa öllum jafnmikið að borða. Ekkert dýr skilið útundan hjá mér!

Monkey Park

Seinasti dagurinn okkar var nýttur í sundlaug á hótelinu en þar eru nokkrar sundlaugar og ein þeirra er á svæði fyrir 16+ þannig það var hægt að slaka á án þess að hafa læti í kringum sig, mjög þæginlegt.

Ég og Benni minn

 Samstarf við Bed & Breakfast Keflavík Airport Hotel

Posted by

24 ára gömul, förðunarfræðingur og viðskiptafræðinemi. Búsett á Ísafirði með kærastanum mínum honum Benedikt. Mitt helsta áhugamál er að ferðast & förðun.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s