KONA MÁNAÐARINS | MARS

(english translation below)

Ég þekki eina manneskju mjög náið sem ég tel vera hetju. Hetja að standa enn í lappirnar eftir allt sem hrunið hefur yfir hana í gegnum lífið. Hún er sterkari enn nokkur önnur. Það er hún mamma mín, Anna Þorsteinsdóttir.

Hún er búin að samþykkja að segja frá lífsreynslum sínum í von um að það hjálpi öðrum. Það er von fyrir jafnvel möl brotnar sálir.

Hér er sagan hennar:

Ég heiti Anna Þorsteinsdóttir og er 61 árs.
Ég ólst upp í fátækri, strang kristintrúar fjölskyldu, ein af 8 systkinum.
Ég var tveggja ára þegar ég missti málið, ég var altalandi fyrir það. Mamma skildi ekkert hvað mögulega hafi verið að. Hún beið í heilt ár þangað til hún ákvað að þá væri kominn tími að fara til læknis. En þá eins og smellt hafi verið fingri byrjaði ég að tala eins og ég hafi aldrei stoppað!

Í dag veit ég að þetta var fyrsta áfallið mitt, aðeins tveggja ára. Ég held að það hafi verið brotið á mér, kynferðislega. Ég held það því það gerðist svo oft eftir þetta.
Sá sem braut á mér var fjölskylduvinur sem kom reglulega í heimsókn með konunni sinni. Það gekk á með hléum til 16 ára aldurs.

Ég er ekki með tölu á því hversu oft mér hefur verið nauðgað af mismunandi mönnum. Það er eins og það hafi staðið á enninu mínu „nauðgið mér“.
Ég sagði aldrei neinum frá því.

Ég man eftir einu skipti að það var strákur 3-5 árum eldri en ég sem bauð mér heim til sín, hann átti ennþá heima í foreldrahúsi. Í sakleisi mínu fór ég með honum. Um leið og ég labba inn um dyrnar finn ég að ég þarf að koma mér út úr þessu húsi undir eins. Þegar strákurinn leit hjá þá hljóp ég út, ég hljóp eins hratt og ég gat. Ég heyri í honum á eftir mér, bálreiðann og öskrandi. Hann var eitthvað geðveikur. Ég var viss um að hann ætlaði að drepa mig! Í hlaupunum bað ég til guðs um engla vernd og gera mig ósýnilega fyrir honum svo hann myndi ekki finna mig. Ég faldi mig bakvið einhverjum runna og sá lappirnar á honum koma, hann sá mig ekki og fór til baka. Ég titraði af hræðslu.
Það tók mig tvo tíma að labba heim. En ég var ekki hrædd þá, mér fannst ég hafa vernd guðs yfir mér.

Ég var komin með mjög lítið sjálfsmat því ég var svo brotin inni í mér. Fannst ég vera ótrúlega ljót en var mjög falleg.

Eitt sumarið þegar ég var 17 ára, vann ég í sjoppu.
Það var maður þó nokkuð eldri en ég sem kom oft í sjoppuna að versla. Hann spjallaði alltaf við mig. Þegar ég fór heim þá keyrði hann oft fram hjá og bauð mér far. Ég sagði alltaf nei og tók strætó. Þar til einn daginn þegar ég var á leiðinni í strætó að hann bauð mér enn einu sinni far. Ég hugsaði með mér að þar sem ég hafði oft talað við hann og af því það var leiðinlegt veður, hví ekki, og hoppaði upp í bílinn.
Ég gaf honum heimilisfangið mitt og hélt við værum á leiðinni heim. En svo var ekki. Hann keyrði út fyrir bæjarmörk, stoppaði bílinn og reyndi að nauðga mér. Ég barðist svo hart á móti en á endanum náði hann yfirhöndinni og nauðgaði mér. Þegar hann var búinn skutlaði hann mér heim.
Mér fannst ég ver svo skítug, ég fór beint í sturtu og reyndi að þvo þessa „drullu“ af mér. Ég skrúbbaði mig alla svo fast. En það dugði ekki til. Ég varð ólétt.

mamma 17 ára
Anna 17 ára og ólétt á þessum tíma

Ég sagði engum frá, ég skammaðist mín svo mikið. Ég reyndi eins og ég gat að fela þetta. Ég grét á hverjum degi, hverju kvöldi. Þar til mamma tók eftir breytingum, komin 3 mánuði á leið.
Hún sagði pabba að ég væri ólétt og viðbrögð hans voru ekki góð. Hann ætlaði að reka mig út af heimilinu en þá bjargaði mamma mér og sagði „er ekki einmitt á þessari stundu sem við þurfum að hlúa að dóttur okkar“?

Ég var komin 7 mánuði á leið þegar ég var rekin úr kirkjunni, ólétt og enginn eiginmaður, skömm fyrir kirkjuna og þvílík höfnun fyrir mig. Það vissi enn enginn að mér var nauðgað. Ég missti aldrei trúnna á Guði, Guð hafnaði mér aldrei heldur fólkið. Ég fyrirgaf fólkinu mjög fljótlega.

Ég gekk í gegnum þetta alein, grét í gegnum alla meðgönguna og fékk engan stuðning. Það sem bjargaði mér var traust mitt á Guði.

Fæðingin var rosalega erfið, bæði tilfinningalega og líkamlega.
Elsta systir mín var hjá mér sem var mjög gott, hún hafði líka fætt tvo stráka.
Þegar litla stelpan mín kom út var nafnastrengurinn tvívafinn um hálsinn hennar. Hún var nær dauða en lífi. Ljósmóðirin náði sem betur fer að bjarga litlu stelpunni minni og kom því vel út úr þessu.
Hún kom ekki upp hljóði fyrstu heilu 24 klukkustundirnar, ekki einusinnu lítin grátur eða neitt. En eftir það hefur hún ekki stoppað að tala og hlæja!
Það var mjög erfitt og einmannalegt að vera einstæð móðir, ég var líka bara 17 ára.
Í dag er dóttir mín yndisleg, dugleg kona og 5 barna móðir. Ég elska hana svo mikið og börnin hennar.

mamma og dagný 2 ára
Anna og dóttir hennar 2 ára

Ég var 18 ára þegar pabbi minn dó af slysförum.
Ég var svo dofin eftir öll áföllin að ég náði ekki að syrgja hann, ég fann ekki fyrir neinum tilfinningum.
Ég giftist manni 19 ára sem pabbi minn hafði talað svo vel um og því þorði ég að 
treysta honum. Hann ættleiddi yndislegu dóttur mína og eftir það varð ég ástfangin af honum. Við eignuðumst 3 börn saman og vorum gift í 35 ár.

Ég varð mjög náin tengdapabba mínum. Ég gat talað við hann um allt!
Hann sagði að ég mætti kalla hann pabba, og mér leið líka eins og hann væri pabbi minn. Hann var svo kærleiksríkur, yndislegur maður og æðislegur afi barnanna minna.
Það var mikið sjokk þegar hann greindist með krabbbamein, ég grét eins og lítil stelpa hjá honum, og hann huggaði mig.
Þegar hann dó, aðeins 66 ára þá gat ég ekki hætt að gráta. Það var eins og ég væri að syrgja bæði tengdapabba minn og alvöru pabba minn. Þetta var mjög erfiður tími.

Í dag er ég tvískilin
, báðir mennirnir sviku mig.
En
ég er búin að fyrirgefa þeim báðum og elska fólk samt til lífs, því með guðs hjálp er allt hægt.
Ég er
einnig búin að fyrirgefa öllum sem hafa brotið á mér, það er svo mikill léttir. 

Ég fer í Lausnina tvisvar í mánuði fyrir áfalla hjálp. Ég mæli með því fyrir alla sem hafa orðið fyrir einhverskonar áfalli.
Það hefur einnig hjálpað mér að vera dugleg að fara til Afríku í hjálparstarf hjá bróðir mínum. En hann á og rekur skóla fyrir börn á aldrinum 6-17 ára.
Það er mjög gefandi að hjálpa öðrum.

Það er svo margt fleira sem hefur komið fyrir mig sem erfitt er að setja á blað. Ég gæti skrifað heila bók! En það er einmitt planið.

Ég læt þetta brotabrot úr lífi mínu duga í bili.

Með kærleiks kveðju,

Anna


english translation:

I know someone really close that I believe is a hero. Hero for still standing on both feet after everything she’s been through. It’s my mom, Anna Þorsteinsdóttir.

She consented to me telling her story in the hope that it will help someone else.
There is hope for even the most broken hearts.

This is her story:

I grew up in a poor, strictly Christian religious family, one of 8 siblings.
I was 2 years old when I lost my speech. I was almost fluent before that. My mom had no idea what could possible be wrong. After a whole year without talking my mom decided that it was time to go see the doctor. But then with a snap of a finger I started talking like I had never stopped!

I believe that was my first trauma when I was only two years. I think I was sexually abused. I think so because it happened so many times after that. The man who did it was a friend of the family who came regularly to visit. It went on with breaks until I was about 16 years old.

I don’t know how many times I have been raped by all kinds of men. It was like the words “rape me” were written on my forehead.
I never dared to tell anyone.
 
I remember one time a boy 3-5 years older than me, still living at his parents house, invited me to his place. With my innocent I went with him. As soon as I walked through the door I had a strong feeling that I had to get myself out of there ASAP!
When the boy looked away I took the chance and ran out the door. I ran as fast as I could. I could hear him chasing me and yelling at me, he was so angry. He was insane! I was sure he wanted to kill me.
While I was running for my life I prayed god to protect me and make me invisible so that he couldn’t find me.
I ran behind a bush and hid. I could see his feet coming, he looked for me but couldn’t find me so he turned around and went back.
I was shaking of fear.
The walk to my home took two hours. I wasn’t scared by then because I felt I had god’s protection.

I had very low self-esteem, my mind was so broken. I thought I was so ugly even though I was rather beautiful.

During the summer when I was 17 I worked at a corner store.
There was a man there, much older than me that often came around to shop. He chatted with me every time. When I would finish and leave he would often drive past me and offer me a ride home. I always said no and took the bus. Until one day I was about to take the bus he came and offered once again to drive me home. I thought because we had been chatting and because the weather was shitty, why not, and jumped in to his car.

I gave him my address and thought we were on the way home. But we weren’t.
He drove just outside the city where no one could see, stopped the car and tried to rape me. I fought it very hard, but he was stronger. He took over and raped me.
When he was done he drove me home.
I felt so dirty. I ran in the shower and tried to clean the “dirt” off me. I scrubbed myself so hard. It wasn’t enough. I got pregnant.

mamma 17 ára
Anna 17 years old, pregnant currently

I didn’t tell anyone because I was so ashamed. I tried my best to hide it. My mother noticed the changes when I was 3 months pregnant.
She told my dad and he did not take it well. He wanted to throw me out of the house but my mother saved me and said “Isn’t this exactly the time we should be protecting our daughter”?
They then decided to let me stay at home.

I was 7 months pregnant when I was kicked out of the church, being pregnant with no husband, it was a scandal to the congregation. I felt so rejected. No one knew I had been raped. But I never lost my faith, God never rejected me, the people did.
I forgave the people shortly after.

The labor was very difficult, both emotionally and physically.
My oldest sister was with me which gave me comfort. She had also given birth twice before.
When my little girl came out the umbilical cord was wrapped twice around her neck. She was closer to death than life. The midwife was able to save my little girl so thankfully everything turned out well.
My daughter didn’t make a single sound for her first 24 hours, not even a little cry. But after that she hasn’t stopped talking and laughing!
It was hard and lonely being a single mother, I was only 17 years old.
Today my daughter is very lovely, hard working woman and has 5 children. I love her so much and her children.

mamma og dagný 2 ára
Anna and her first daughter when she was two

I was 18 years old when my father died from a work-related accident.
My mind was so numb from all the trauma in my life that I couldn’t feel any grief. I couldn’t feel any emotions.
I got married when I was 19 years old to a man that my dad had talked so well of, so I dared to trust him.
He adopted my lovely daughter and after that I fell in love with him.
We had 3 more children together and were married for 35 years.

I bonded well with my father-in-law. I could talk to him about everything. He said I could call him dad, because I felt like he was my dad.
He was so compassionate, loving and an amazing grandfather to my children.
It was a shock when he got diagnosed with cancer. I cried like a little girl by his side and he wiped my tears.
When he died only 66 years old I cried so hard, for so long. I felt like I lost my father in law and my real father. I could feel the grief I never had with my real dad. Those were hard times.

Today I have been divorced twice. Both of the men went behind my back. But I have forgiven them and love them both.
With god’s help everything is possible though.
I have forgiven everyone that abused me. It feels so good to forgive, it takes a weight off your shoulders.

I go twice a week to see a therapist that specializes in helping people that have been through trauma. I recommend it to anyone that’s been through any sort of trauma. Go and talk to someone!
It has also helped me to go to Africa to volunteer and help my brother with the school he owns and runs for children 6-17 years old.
It is so rewarding to help others in need.

There are so many things that have happened to me through out my life, it’s hard to put it all in one page. I could write a whole book! And that is the plan.

That little piece of my life story is good for now.

with love and peace,

Anna

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s