2 rauðar línur… SH*T ég er ólétt

Hæ hó!

Mig langar að segja ykkur frá viðbrögðum mínum og Björgvins þegar ég komst að því að ég væri ófrísk. Það er ekkert leyndarmál að hún Viktoría Sól okkar var ekki plönuð og ég fékk mikið sjokk þegar ég sá þessar 2 dökkrauðu línur á prófinu.

Ég og Björgvin vorum að fara út til Svíþjóðar og Danmerkur um páskana 2016 og okkur hlakkaði mjög mikið til. Við vorum búin að plana allt frá Á-Ö. Við myndum fljúga til Köben þar sem við ætluðum að eyða einum degi og fara í Tívolí, daginn eftir myndum við svo taka lestina til Herning og sjá íslenska landsliðið í fótbolta keppa í æfingaleik á móti Danmörku. Svo eftir leikinn ætluðum við strax aftur með lest til Köben og beint þaðan yfir til Svíþjóðar að hitta vinafólk okkar sem bjó þar. Við ætluðum að eyða restinni af páskafríinu okkar þar með þeim í kósý, elda góðan mat, drekka bjór og bara njóta lífsins. Já, ég ætti kannski að taka það fram að planið var að vera vel marineruð í bjór alla ferðina.

Viku áður en við vorum að fara var mig farið að gruna að ég væri mögulega ólétt þar sem mér var alltaf svo illt í brjóstunum, óglatt og svo þegar ég hugsaði betur út í það var ég ekki búin að fara á blæðingar í svolítinn tíma. Ég rak Björgvin út í apótek, honum fannst þetta nú alveg óþarfi þar sem ég var jú á pillunni og mig hafði grunað þetta einu sinni áður (sorrý mamma!). Eftir smá þræting við Bjögga ákvað hann loksins að drífa sig og kaupa próf handa mér. Þegar hann kom heim með það hljóp ég strax inná klósett og pissaði á það, lagði það svo niður og eftir ca 5 sek ( já ég gat ekki beðið lengur haha! ) ákvað ég að kíkja á það. Ég horfði á það í smá stund og hugsaði SHIT! Tvær mjög sterkar línur! Ég kíkti nokkrum sinnum á kassann og prófið til skiptis, var alveg að fríka út, og öskraði svo á Björgvin og sagði honum að koma inn STRAX! Sem hann gerði… hann labbaði inn, tók upp prófið, kinkaði kolli, lagði það svo aftur niður og labbaði út! Hann fór beint aftur inn í herbergið þar sem hann hefði verið að læra, setti í sig heyrnartól og starði á tölvuna í 30 mínútur án þess að hreyfa sig. Já, þú last rétt, hann sat í 30 mín í sjokki og sagði ekki orð við mig. Ég fór inn til hans og reyndi að tala við hann en það var bara ekki séns, hann starði bara á tölvuna og svaraði engu. Ég byrjaði að hágráta og ákvað að hringja í Evu Rós bestu vinkonu mína. Ég man ennþá svo vel eftir þessu, ég var hágrátandi og sagði við hana; „Eva, ég er ólétt! ÉG ER ÓLÉTT Eva, hvað á ég að gera?!“ Hún byrjaði strax að öskra af gleði og sagði bara; „Vá, en æðislegt! Til hamingju!“ Svo EFTIR að ég var búin að segja henni þetta allt saman og blaðra og grenja til skiptis, þá segir hún;  Hérnaaa… Ásta, þú ert á hátalara, ég er á leiðinni með Antoni, Diljá og vini hans Antons upp í sveit að sækja kött…“ Þá fór ég ennþá meira að gráta. Ég hringdi í hana til að segja henni þetta en nú voru þrjár aðrar manneskjur sem vissu þetta.

Sem betur fer á ég bestu vinkonu í heimi sem náði að róa mig og sagði mér að þetta myndi allt ganga vel, nú ætti ég bara að panta tíma í snemmsónar til að sjá hversu langt ég væri komin og þetta myndi allt fara vel. Eftir að hafa skellt á Evu þá labbaði Björgvin fram og kom til mín og gaf mér risa knús og sagði mér að þetta yrði allt í lagi. Ég held ég þurfi nú ekkert að segja ykkur að það varð ekki mikið úr partýferðinni sem var plönuð en ferðin út var samt algjört æði og mega kósý.

Mér finnst þessi saga mjög fyndin í dag og segi fólki oft frá því þegar það spyr mig hver okkar viðbrögð voru.

Dóttir mín er hiklaust besta „slys“ sem hefur nokkurn tímann komið fyrir mig og er ég svo þakklát fyrir hana. Vonandi fannst ykkur þessi saga jafn skemmtileg og mér finnst hún.
img_2816

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s