Hver mun taka á móti dóttur minni?

Nú hafa þó nokkrar ljósmæður sagt upp störfum, og stefnir allt í neyðarástand á fæðingardeildum í sumar.
Ég á von á einni sumarstelpu. Hver mun taka á móti henni? Hvernig verður ástandið á fæðingardeildinni?
Það er alveg ömurlegt að ljósmæður fái ekki þau laun sem þær eiga skilið og ástandið orðið svona!

20180409_175559

Ég á eina meðgöngu og fæðingu að baki, alla meðgönguna var ég í eftirliti og í góðu sambandi við ljósmóður í mæðraverndinni. Ég treysti henni algjörlega fyrir öllu! Hún kom einnig í ungbarnaeftrlit heim. Og eftir síðustu vitjunina var ég hálf sár!
Hún var orðin eins og frænka mín og ætti ég svo sannarlega eftir að sakna hennar.
Yndilsleg ljósmóðir í alla staði.

Fæðingin 
Klukkan 1 aðfaranótt 19. Nóvember 2015, fer ég uppí rúm til að sofa, nema hvað dúndur verkir byrja! Það leið ekki mínúta á milli verkja, og ég byrja að æla á fullu.
Anton fékk nett sjokk að sjá mig svona og heimtaði að við myndum bara fara uppá deild. En ég neitaði því þar sem það er alltaf talað um hvað frumbyrjur eru lengi með útvíkkunar tímabilið og ættu helst að reyna slaka á heima við.
Þegar klukkan er rúmlega 04 hringir Anton uppá fæðingardeildina í Keflavík og fær það svar að við mættum alveg koma ef við vildum. Svo Anton nær að tala mig til og við leggjum af stað til Keflavíkur (frá Hafnarfirði).
Ljósmóðirin þar tekur vel á móti okkur, við förum í fæðingarherbergið og hún byrjar á að þreyfa á maganum og meta hríðarnar. Hún var alveg viss um að það er ekki mikið eftir því hríðarnar voru það kröftugar og stoppuðu varla, hún er við það að fara að kveikja á baðinu en ákveður að athuga með útvíkkun fyrst, þá kom í ljós að ég væri aðeins með 2 í útvíkkun.
Ljósmóðirin hálf vorkenndi mér og sagði við mig að hún ætti alls ekki að mæla með þessu en miða við hve hríðarnar væru miklar og hve lítil útvíkkun væri komin sagði hún mér að ég ætti ábyggilega bara að fara á landspítalann í mænudeyfingu þar sem þetta mun líklegast taka langan tíma.

Ég hlustaði á ljósmóðurina í Keflavík, hún lét Landspítalann vita að við værum á leiðinni og ég ætlaði í mænudeyfingu. Þegar við mættum þangað var klukkan 07.20 við tekur á móti okkur yndisleg ljósmóðir en fór fljótt þar sem það voru vakta skipti um 08.

Ég fékk svo loksins mænudeyfinguna á milli 09-10 um morgunin. Ég var svo hrædd við þetta en ljósmóðirin studdi við mig í gegnum allt þetta ferli og hélt mér rólegri.
Vá hvað lífið var gott eftir deyfinguna ég svaf loksins og Anton líka.
Ég var svo rænulaus eftir 8 að ég er ekki einu sinni viss hvort ég missti vatnið fyrir eða eftir mænudeyfinguna, ljósmóðirin bara “skipti á mér” þegar vatnið fór veit ekki hvernig ég get orðað það betur haha..
Ljósmóðirin ýtti svo einhvað við mér um 10.30 og talaði um að bæta við deyfinguna, og athuga hver útvíkkunin væri orðin, þarna var hún bara orðin 4.
Svo segir hún mér að það væri gott ef ég myndi snúa mér aðeins og fara yfir á hina hliðina, ég hlýddi því en um leið og ég snúði mér byrjaði líkaminn minn að rembast. Ég sagði við ljósmóðurina að ég þyrfti að pissa en hún bannaði mér að fara úr rúminu, og kallaði á lækni þar sem hjartslátturinn á Diljá droppaði, við ljósmóðirin byrjum að hálf rífast, ég vildi fá að fara á klósettið en hún vildi ekki leyfa mér það, hún athugar leghálsinn og sér að höfuðið er að koma, ég verð ekki sátt og segi að það getur ekki verið ég er bara með 4 í útvíkkun hún segir mér það að full útvíkkun sé komin og höfuð líka! Meðan við rífumst þarna og ég rembast ósjálfrátt sefur Anton í hægindastól við hliðin á rúminu, við ljósmóðirin byrjum að öskra á hann en hann kippir sér ekkert við, svo ljósmóðirin fer og hristir  Anton og hann  rétt nær að standa upp og sjá Diljá koma í heiminn.
Ljósmóðirin var svo ánægð hún hafði ALDREI séð fæðingu ganga svona vel hjá frumbyrju, en Diljá kom í heimin klukkan 11:00, svo rembingurinn sem ég réð ekkert við stóð í um 10 mínútur.

Ljósmóðirin, studdi við mig í gegnum hríðarnar, reyndi allt sitt besta til að mér myndi líða vel, hún “skipti á mér” þegar ég missti vatnið, hún tók á móti dóttur minni, hún saumaði mig, hún baðaði mig eftir fæðingu.
Ég veit í rauninni ekki hvernig þetta allt hefði gengið án ljósmóður, eitt er víst Diljá hefði líklegast fæðst í klóssettið án hennar.

 

Nú geng ég með mitt annað barn og er í eftirliti hjá sömu yndislegu ljósmóður og ég var á fyrri meðgöngu!
Ég stefni á að eiga stelpuna mína á fæðingardeildinni í Keflavík eða á Landspítalnum og legg mitt traust á ljósmæður þar. Sama hvaða tími er sólarhrings hátíðsdagur eða ekki þá treysti ég því að yndislegar frábærar ljósmæður standi þar vakt og eru viðbúnar ýmislegu sem getur komið upp í fæðingu!
Ég vona svo innilega að þær muni fá þau laun sem þær eiga skilið!

Ég styð ljósmæður alla leið!

Aníta Kröyer (7)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s