FÆÐINGARSAGA⎜ÉG STYÐ LJÓSMÆÐUR

Föstudagur 21. september (41)

Aðfaranótt föstudags kl þrjú byrjuðu verkirnir, Aðeins þremur tímum eftir að ég sofnaði, mér til mikillar gleði. Ég átti tíma í belglosun daginn áður en við hættum við þar sem ég var ekki búin að sofa í nokkra daga útaf mjög slæmri flensu og hósta. Þeir voru strax frekar vondir en ég þrjóskaðist og reyndi að sofa í gegnum þetta því ég var uppgefinn en því miður náði ég einungis nokkrum mínútum hér og þar. Um sex leytið gat ég ekki meir og fór í heita sturta og iðaði um eins og ég veit ekki hvað. Mér fannst heldur stutt á milli hríða svo ég tók tíman og það voru ekki nema 1-3 mínútur á milli. Planið var að eiga á Akranesi en þar sem við bjuggum í Hafnarfirði vissum við að við þyrftum líklegast að leggja eitthvað fyrr af stað. Völundur, unnusti minn og baby daddy hringdi upp á deild og sagði þeim stöðuna. Þær vildu fá mig strax í tékk. Á leiðinni upp á skaga versnuðu verkirnir töluvert og ég var komin í allskonar furðulegar stellingar. Á einhverjum tímapuntki held ég að ég hafi sungið..
Pro tip: Ef þú er með hríðar í bíl, botnaðu sætishitan og tónlistina, það hjálpaði mér!

Það kom upp mjög leiðinlegt atvik varðandi eina ljósmóður á Akranesi sem ég ætla ekki að tala um en við getum sagt það að hún var algjör skessa og hún braut mig alveg niður svo við flúðum aftur í bæinn. Buguð og brotin eftir skessuna var ég harðákveðin í því að fæða EIN heima. Það tók ágætis tíma en að lokum náði Völundur og móðir mín að sannfæra mig um að kíkja uppá LSH. Við fórum um 13-14 leytið, mættum í skoðunarherbergið þar sem ljósan ætlaði að skoða mig. Við sögðum henni frá því sem upp kom á Akranesi og hún svoleiðis stappaði í mig stálinu og lét mér líða ögn eðilega aftur. Útvíkkunin var enþá 2-3 svo við fórum heim. Ég fór í bað og Völundur sat hjá mér, á baðgólfinu með glas að hella baðvatninu yfir bumbuna í dágóða stund sem lét mér líða aðeins betur. Við fórum aftur upp á deild um 16-17 leytið. Á móti okkur tekur yndisleg ljósmóðir sem fylgdi okkur í risa herbergi með stóru baðkari. Sem kom mér virkilega á óvart því eftir sögurnar sem ég hafði lesið um LSH ásamt því sem skagaskessan sagði við mig, bjóst ég við því að vera á hörðum bekk í herbergi með fimm öskrandi, fæðandi konum. Ég fór í baðið sem sló á verkina en um leið og það var ekki sjóðandi heitt lengur þá versnuðu þeir fljótt. Loksins sannfærði ljósan mig um að prófa glaðloftið. Ótrúlegt en satt þá þurfti að sannfæra sárverkjuðu mig en ég á það til að vera frekar lyfjahrædd. Á einhverjum tímapunkti var ég orðin svo út úr heiminum af verkjum og dópuð af glaðloftinu að ég söng og sagði brandara sem engum fannst fyndnir nema ég og vá, hvað ég gat hlegið af sjálfri mér.

Ég endaði á því að fá mænudeyfingu. Vegna þess hvað var stuttur tími á milli hríða náði ég ekki að vera kyrr svo hún Þórdís ljósmóðir hélt mér og ég svoleiðis knúsaði hana í tættlur á meðan. Ég veit ekki hversu hrifin hún var af því en í glaðloftsvímunni þótti mér voða vænt um hana og ætlaði að fá hana í kaffi eftir þetta allt. (Boðið stendur enþá) Það voru vaktaskipti og ég fékk aðra ljósu sem heitir Heiðdís. Fljótlega eftir að hún kom hætti deyfingin að virka vinstra meginn og þá fyrst öskraði ég. Ég skiptist á því að hóta að drepa hana yfir í að grátbiðja um keisara. Ég sagði henni líka óspart hversu lík Þórunni hún væri, kennara mínum úr grunnskóla. Á einhverjum tímapuntki var ég sannfærð um að þetta væri Þórunn. (Kenni ofþreytu og glaðloftinu um það) Læknirinn kom fljótlega og hún lagði deyfinguna aftur. Eftir seinni deyfinguna lamaðist hægri fóturinn en ég fann enþá til vinstra meginn. Ég gat ekki labbað á klósettið svo það var settur þvagleggur. Græjan sem fylgdist með hjartslættinum hennar Ronju var ekki að virka eða Ronja sneri eitthvað asnalega, ég man það ekki alveg en það var ákveðið að setja einhverskonar krók í hausinn á Ronju til þess að ná að fygljast betur með henni.

Laugardagur 22. september (41+1)

Um 4-5 leytið var ákveðið að sprengja belginn, tæpum klukkutíma seinna var ég komin með pínu ponsu rembingsþörf og fulla útvíkkun en ákvað að rembast ekki strax því í glaðloftsvímuni var ég föst á því að leyfa henni að mjaka sér aðeins neðar svo ég væri ekki jafn lengi að remba henni út því ég var skíthrædd við rembinginn og sársaukan sem ég hélt myndi fylgja. Aftur komu vaktaskipti og ljósa númer þrjú heitir Guðrún. Hún er líklega ein hressasta og jákvæðasta manneskja sem ég hef á ævinni hitt, þvílík orkubomba sem þessi kona var. Kl 8:00 byrjaði ég að rembast og ljósan tók af mér glaðloftið, sem ég var ALLS EKKI sátt við. Ég lág á bakinu og Völunur og Guðrún ljósa héldu fótunum á meðan mamma hélt í hendina á mér. Um leið og það sást betur í kollinn þá öskra þau öll “HÁR HÁR HÁR SVO MIKIÐ HÁR”  Eftir hvern einasta rembing rann kollurinn alltaf aftur inn sem var farið að pirra mig óendanlega mikið því ég hélt alltaf að þetta væri að verða búið en síðan kemur daman fljúgandi í fangið á mér um leið og hausinn kemst út!

Vá. Þessi gullfallega, fullkomna hárprúða stelpa. Tilfiningin var ólýsanleg en ég held ég hafi flakkað mikið á milli þess að fljúga á bleiku skýji yfir í ÓMÆGAD WHAT THE FUCK!? hvað var að gerast? Ég var að fæða barn? Mitt barn! Þetta er barn! HA!? Rembingurinn tók aðeins hálftíma og gekk rosalega vel, fylgjan kom án vandræða og ég rifnaði frekar mikið en mér til mikillar gleði lenti ég í heimsins bestu ljósu sem var með það massíva fullkomnunaráráttu þegar það kom að því að sauma vinkonuna.

Ronja Líf Völundardóttir Kröyer fæddist 14 merkur, 3490gr & 50 cm ♥  Viðstaddir voru kletturinn minn og pabbi Ronju hann Völundur, Mamma mín og Guðrún ljósmóðir. Fæðingin tók 30 klst og voru allan tíman 1-3 mínútur á milli hríða. Þetta var algjör draumafæðing í mínum augum og skemmti ég mér fáránlega vel á milli hríða

Takk elsku Steinunn og Þórdís ljósmæður í Firði fyrir að hugsa svona vel um okkur í mæðravernd.

Takk elsku Þórdís LSH ljósmóðir fyrir að hugsa svona vel um okkur. Takk fyrir að leyfa mér að hanga á þér og kreista úr þér allan anda þegar mænudeyfingin var sett.

Takk elsku Heiðdís Dögg ljósmóðir fyrir að hugsa svona vel um okkur. Takk fyrir þolinmæðina og skilninginn. Takk fyrir að róa mig þegar ég var hrædd. Takk fyrir að vinna traust mitt. Takk fyrir að spjalla við mig alla nóttina. Takk fyrir að líta framhjá morðhótununum þegar ég var að deyja úr sársauka.

Takk elsku Guðrún Svava ljósmóðir fyrir að hugsa svona vel um okkur. Takk fyrir að taka á móti dóttur minni. Þú varst algjör orkubomba og akkúrat það sem ég þurfti á þeim tíma. Þú ert fagmaður fram í fingurgómana og ég dáist að ástríðu þinni gagnvart þínu starfi sem svo augljóslega skein í gegn. Takk fyrir að sauma píkuna mína svona vel. ps. þú fékkst hrós fyrir saumskapin í eftirskoðun.

Takk elsku Þórdís ljósmóðir í firði fyrir að hugsa svona vel um okkur í sængurlegunni

Lágmarkslaun fyrir nýútskrifaða ljósmóður eftir sex ára háskólanám eru í kringum 430 þúsund krónur sem er til skammar.  Þið sinnið mögnuðu starfi og þið eigið að fá laun í samræmi við það. Ég er ykkur ævinlega þakklát og ég mun aldrei gleyma ykkur.
ps. ert þú búin að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu mæðra og feðra sem styðja kjarabaráttu ljósmæðra? Ef ekki þá er það HÉR og tekur aðeins nokkrar sekúndur.
.
ÉG STYÐ LJÓSMÆÐUR!
 Þið finnið mig á instagram @anitakroyer

Posted by

22 ára móðir, hafnfirðingur, femínisti & kaffifíkill með brennandi áhuga á ljósmyndun & Harry Potter. Instagram @anitakroyer

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s