Að eignast barn í Kanada | Ég styð ljósmæður!

Þegar ég komst að því að ég væri ólétt var ég ný flutt til Shawns, mannsins míns í Ottawa.
Ég var á leiðinni að byrja í listaháskólanum um haustið, en þar sem fæðingadagurinn minn var í febrúar, þá gat ég bara klárað eina önn – týpískt einmitt þegar ég var loksins að fara læra eitthvað!

Ég vildi strax fá ljósmóðir, en það er greinilega ekki normið hér í Kanada. Flest allar konur vilja vera með fæðingalæknir því fyrir þeim er það öruggast.

Ég hafði heyrt sögur um það hversu ópersónulegt það er að vera með fæðingarlæknir:
– Komið fram við mann eins og einhverja færibandsvinnu.
– Maður verður að eiga á spítalanum og hefur ekkert val um það.
– Læknisstofurnar eru yfirleitt hvítar og kuldalegar.
– 5-10% líkur að fæðingalæknirinn mans verði einu sinni með manni í fæðingunni sjálfri.
– Þeir geta verið mjög ,,square”.
Eftir að hafa horft á ”The business of being born” þá var ég mjög viss að vilja ekki vera með fæðingalæknir í stað ljósmóðir. Ég mæli hiklaust með þessari heimildarmynd! mjög skemmtileg og áhryfamikil.

Að vera með ljósmóðir í Kanada er allt önnur saga:
– Maður fær að velja um 3 staði til að fæða barnið; sjúkrahús, fæðingarheimili eða einfaldlega bara heima hjá sér.
– Stofurnar hjá ljósmæðrum í Kanada eru yfirleitt mjög kósý, eins og maður situr heima hjá þeim í litlu stofunni þeirra, mjög rólegt umhverfi og oft troðinn veggur af ljósmyndum og ”thank you” kortum frá hamingjusömum foreldrum með ný fæddu börnin sín sem ljósmæðurnar tóku á móti.
– Maður fær eina aðal ljósmóðir og eina auka til vonar og vara. Maður kynnist báðum og nær að byggja gott traust milli þeirra.
– Það eru 99% líkur að önnur þeirra verði með manni í fæðingunni sjálfri, sem var STÓR plús fyrir mig.
– Þær eru yfirleitt miklu afslappaðari og hafa litlar sem engar áhyggjur (nema þess þurfi).
– Þegar maður heldur að maður sé kominn af stað, þá bjóðast þær til þess að koma heim til manns og skoða mann þar, svo maður þurfi ekki að fara í fíluferð upp á spítalann/fæðingarheimilið.
Þið sjáið hvert ég er að fara með þetta…

Fæðingasögur geta verið eins mismunandi og þær eru margar.
Ég held það viti enginn nákvæmlega hvað maður er að fara út í og hvernig maður vill nákvæmlega hafa fæðinguna sína, þá sérstaklega fyrstu fæðinguna.
Maður heyrir margar sögur af óhugnarlegum hlutum eins og að missa vatnið í miðju molli, rifna upp í rass, kúka á sig, æla úr sársauka, öskra á ljósuna og grenja mikið… *kingt munnvatni*

Ég fékk þau ráð að skrifa niður opið fæðingarplan og strika undir OPIÐ, því þær fara sjaldan eins og maður ætlar sér.
Ég skrifaði niður að ég vildi eiga barnið á fæðingaheimili, fá enga deyfingu og vildi fá að  prófa baðið og EKKI KÚKA Í FÆÐINGUNNI.

Fæðingarheimili er eins og hótel fyrir konur sem eru að fara fæða.
Maður fær stórt herbergi og inn í því er stórt hjónarúm, sófar, arinn, alskins hlutir til að prófa stellingar í hríðum og risastórt baðkar í horninu og auðvitað baðherbergi með sturtu. Drauma-fæðingar-hótel sem ég myndi kalla það.

Ljósmóðirin okkar hún Helen, hvatti okkur Shawn mikið til að fara á fæðingarnámskeið til þess að vera betur undirbúin fyrir fæðinguna og til þess að skilja hvað líkaminn gengur í gegnum og afhverju o.s.frv.
Fæðinganámskeiðið var besta ákvörðun EVER. Námskeiðið kenndi okkur ekki bara um fæðinguna sjálfa, heldur einnig hvað MAÐURINN MINN gæti gert til þess að þjóna mér í fæðingunni!! Hvernig hann gæti stutt mig og einnig hvernig best væri að nudda mig í hríðunum. Hann var orðinn PRO-fæðingarstuðningur.

Ég ímyndaði mér alltaf að mín fæðing yrði röskleg eins og hjá mömmu minni og systir minni. Ég hélt í þá hugsun alla óléttuna.
Ljósan mín var dugleg að minna mig á að fyrstu fæðingarnar eru oftast mjög langdregnar. Mín hugsun við því var alltaf ,,oh yeah? I’m gonna prove you wrong!”

Svo kom að því;
Kl 21:00, 25 Febrúar 2016, smá vindur og -27°C (já MÍNÚS 27 gráður), Byrjaði ég að fá verki.
Shawn var hjá mér þegar allt var að byrja. Ég var svo spennt að ég hljóp inn í gestaherbergið þar sem mamma mín var ný farin að sofa (hún var í heimsókn) og sagði henni fréttirnar. Mamma er ein rólegasta manneskja sem ég þekki og var sultuslök á meðan ég lýsti hríðunum með svakalegum lýsingum og ruggaði mér í takt.
Hún kinkaði kolli og sagði bara ,,já, þetta eru örugglega hríðar” og lagðist aftur á koddann.
Hríðarnar byrjuðu nánast strax með 5-3 mínútu millibil og hver hríð entist í ca. 1 mínútu.
Fyrsta hugsunin mín var ,,holý sjitt þetta verður örugglega hröð fæðing!”.
Mér fannst verkirnir mínir als ekki sárir og var frekar hissa hversu auðvelt þetta var. Ég gat auðveldlega ruggað mér í gegnum hríðarnar og sagði við Shawn þetta væri sko NO PROBLAMOOOO, ótrúlega sátt með mig.

Ca. tveim tímum seinna hringdi ég í ljósuna, hún hlustaði á mig í gegnum hríðarnar og heyrði að þær væru ekki nógu sársaukafullar. Hún sagði mér að reyna að fara að sofa eða fara í bað og slaka á.
Ekki séns að ég gat sofið, ég var allt of spennt og þessar hríðar voru nú ekkert þægilegar þó þær voru ekki beint sárar.
Kl 01:00 voru hríðarnar aðeins harðari og Shawn var búinn að vera mjög duglegur að þrýsta og nudda mjaðmirnar mínar sem hjálpaði mjög mikið.
Mér fannst tími kominn til að hringja aftur í Helen og segja henni hvernig staðan var.
Hún heyrði að ég fann meira til og bauðst til þess að annað hvort koma til okkar eða hitta hana á fæðingaheimilinu. Ég vildi ekki taka sjénsinn svo við fórum beint á fæðingarheimilið.
Á þessu augnarbliki var ég með alla fjölluna mína live á Facebook Messanger og var dugleg að senda þeim skilaboð um stöðuna.

Þegar upp á fæðingarheimilið var komið þá var enginn á staðnum nema ég, Shawn, mamma, Helen og konan sem opnaði húsið fyrir okkur. Öll herbergin voru laus og höfðum allt húsið útaf fyrir okkur!
Helen skoðaði mig og var ég bara komin með EINN, EINN í útvíkkun… HA!?
Það var eins og það hafði verið slökkt fyrir kranann um leið og ég fór útúr húsinu. Hríðarnar höfðu dottið niður í að vera með 30-60 mínútu millibili.
Helen útskýrði að yfirleitt er maður í þægindahringnum sínum heima hjá sér.
Þegar maður er afslappaður og líður vel þá gengur líkamanum best að fæða. Um leið og maður fer út úr þægindarhringnum þá kemur það oft fyrir að það hægir á fæðingunni.
Hún gaf mér verkjasprautu í lærið og sagði mér að fara heim að sofa. Hún sagði mér svo að hringja aftur þegar ég gæti varla staðið í lappirnar og jafnvel öskra úr sársauka.
Já okay, takk og bless.

Þegar við komum heim var kl orðin ca. 3 um nótt þannig við fórum að sofa.
Ég þori að viðurkenna það að ég var ekki sátt að hafa ekki náð að klára þetta af. Ég var orðin svo þreytt, þung og nennti ekki þessari óléttu lengur!
Daginn eftir fékk ég einn og einn verk sem voru ekki neitt neitt.
Ég og mamma ákváðum að fara í göngutúr til að reyna koma mér aftur af stað.
Það var kalt úti en ég fann ekki fyrir þessu frosti með svona flotta innbyggðri miðstöð, en greyjið mamma var að krókna.
Ég ætlaði mér sko að koma þessu barni út þennan dag!

KL 19:00, 26 Febrúar, logn og -6°C byrjaði ballið.
Hríðarnar komu eins og smellt hafði verið fingri og byrjuðu strax með 3 mínútu millibili og entust í 1-2 mínútur.
Shawn var ný búinn að kaupa djúsí Shawarma í kvöldmatinn, ég hafði enga list, ég gat ekki einu sinni staðið í lappirnar né talað í gegnum hríðarnar.
Ég sagði við Shawn að hringja strax í ljósuna því núna væri sko tíminn kominn. Hann var frekar þver og ætlaði ekki að gera það því hann trúði varla að ég væri komin af stað. ,,IT’S TIME!!” sagði ég í miðri hríð. Hann lét ekki segja sér það í þriðja sinn!
Helen var ekki lengur á vakt en auka ljósan mín hún Sarah, jafn yndisleg og Helen, var í  í staðin fyrir hana.
Hún heyrði strax að ég var í miklum sársauka og sagði okkur að koma strax niðureftir.

KL 20:00 vorum við aftur mætt á fæðingarheimilið.
Heimilið var ennþá tómt, bara við sem vorum þarna, þvílíkt næði!
Mamma var með myndavélina sína, ready for action.
Sarah skoðaði mig. Ég var komin með 5 í útvíkun, og guð minn góður hvað ég var ekki í jafn miklu stuði og daginn áður. Verkirnir voru miklu harðari og sársaukari. Ég reyndi að anda djúft inn og út í gegnum hríðarnar.
En JESS ég fékk allavegana herbergi!
Þegar ég labbaði inn í herbergið blasti við mér kósý eldur í arinninum, stórt bað og hjónarúm tilbúið fyrir fæðingagusur.

Ég þurfti strax að fá sýklalyf í æð vegna einhvers skonar bakteríu sem ég var greind með sem hafði geta verið hættuleg fyrir barnið.
Það tók ljósuna svona 10 hríðar (nudd frá Shawn í hverri hríð) og 4 stungur til þess að koma nálinni rétt inn í æðina mína.
Heill lyfjapoki af sýklalyfi þurfti að klárast í æðina sem tók 20 mínútur að klárast. Það átti að endurtaka þetta á fjögurra klukkustanda fresti. Ég ætlaði sko að vera búin að fæða og vera farin fyrir næsta lyfjapoka.
Á meðan pokinn var að klárast þá lofaði Sarah mér að fara ofan í baðið um leið og hann væri búinn.

Kl var orðin 21:50 þegar ég LOKSINS fékk að fara ofan í baðið. Shawn kom með mér ofaní og settist á koll fyrir aftan mig til þess að styðja við mig og auðvitað nudda mig.
Þvílík himnasending! Vatnið létti svo mikið um þrýstinginn, sársaukinn var aðeins mildari en ég ætla ekki að ljúga því að hann var orðinn alveg YFIRGNÆFANDI.

Kl 22:05 fann ég fyrir fyrsta rembingnum.
Með næsta rembingnum fann ég fyrir belgnum sprengjast.
Með næsta rembing kallaði mamma ,,I SEE THE HEAD!”
Sarah hrekkur við og trúir því varla og hringir í aðra ljósmóðir til að koma og hjálpa.
Með næsta rembingi fann ég fyrir Því… THE RING OF FIRE!!
Holy guacamole!! Sviðinn var for real. (Fyrir ykkur sem þekkja ekki þetta orðatiltæki að þá er það tilfinningin þegar höfuðið á barninu er komið alveg niður við gatið.)
Með næsta rembingi kom hausinn út og Sarah biður mig í flíti að bíða eftir sér því hún var að rembast við það að setja á sig hanska til að geta gripið barnið!
Með næsta rembingi náði Sarah rétt svo að setja einn hanska á sig og greip strákinn og setti hann beint í fangið.

mikael logi fæddur

Mikael logi St.Pierre. Fæddist kl 22:10, 26 Febrúar, 2016.
Hann var 4130gr, 55,5cm á lengd og 37cm í höfuðmál.

Við foreldrarnir vorum bæði í sjokki. Hvað var að gerast?
Shawn tekur við drengnum og ég er færð í rúmið til að fæða fylgjuna.
Shawn vissi ekki annað en að tilkynna foreldrunum sínum að sonurinn hans hafi fæðst og að þau mættu koma og sjá hann. Hann hringdi svo strax í bróðir sinn og sagði honum líka að koma og sjá nýafæddan frænda sinn.

Á meðan kom seinni ljósmóðirin inn með hraði og stein hissa að ég væri búin að fæða. Mamma mín sagðist hafa fundið rauðvínslykt af henni. Ég ímyndaði mér að hún hafði örugglega verið sultuslök heima hjá sér að slaka á og fengið sér rauðvín. Greinilega ekki að búist við neinni fæðingu strax.

Ég rifnaði smá og fékk næstum því að sleppa því að vera saumuð en þær kröfðust til þess. En það voru líka bara 3 spor.
Ég var ný búin að fá að skoða fylgjuna mína sem seinni ljósan sýndi mér, búin að koma mér vel fyrir í rúminu og var byrjuð að gefa Mikael Loga brjóst í fyrsta sinn, sem átti að vera þvílík gæðastund til að ná að tengjast syni mínu, þegar tengdamamma labbaði inn í herbergið.
Á meðan er seinni ljósan að labba framm með fylgjuna og MISSTI HANA í gólfið fyrir utan herbergið. Það var þá staðfest; hún hlaut að hafa verið full.
Ekki nóg með það að tengdapabbi minn sá þetta allt!! (hann hefur, by the way, aldrei séð fæðingu áður.)
Ljósan kallaði ,,CLOSE YOUR EYES!” og hann til baka ,,IT’S TOO LATE!”.
Ég fékk ekki að heyra frá þessu atviki fyrr en mánuði seinna, ég hefði örugglega ekki hlegið af því þá, en það útskýrir afhverju honum leið eins og hann var að horfa á discovery channel.

Stuttu seinna í miðri brjóstagjöf kom bróðir Shawns inn í herbergið, með einhverri RANDOM vinkonu sinni sem ég hafði ALDREI hitt né SÉÐ áður. Help me Jesus.

Þau færðu öll sófann og snéru honum að hjónarúminu þar sem ég lá hálfnakin, með einungis sæng yfir mér, að reyna gefa syni mínum brjóst í sakleysi mínu.
Mér leið eins og einhverju sýningardýri.
Stuttu seinna þorði ég ekki annað en að leyfa þeim að halda á honum þó ég vildi sko ekkert deila honum strax.

Við Shawn lærðum af þessum mistökum.
Þaðan í frá ákváðum við að við ætlum ekki að bjóða neinum að koma strax að sjá nýfæddu börnin okkar.
Þetta er gæðastund fyrir okkur foreldrana og það er svo mikilvægt að fá næði til að tengjast barninu sínu fyrstu dagana.

Ég er svo þakklát að hafa valið að vera með ljósmæður með mér í gegnum óléttuna og fæðinguna. Ljósmæðra hlutverkið er svo magnað og krefjandi á svo margra vegu og því mikilvægt að þeim sé borgað rétt. Það er hálf kjánalegt að það þurfi að útskýra afhverju ljósmæður eiga rétt á að fá betur borgað.
Í Ontario, Kanada fá ljósmæður borgað 8.000.000 – 9.800.000kr á ári.
Það er til skammar hvað íslenskar ljósmæður fá illa borgað!

Ég styð ljósmæður!!

for garnering 1st Honors in Academic Excellence for the school year 2016-2017. Presented on the 28th of September, year two thousand and seventeen. (14)

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s