FLORIDA, PRÓFIN OG SUMARIÐ

Það er komið svo ótrúlega langt síðan ég gaf mér smá tíma í að blogga en ég hef tamið mér það að setja skólann í fyrsta sæti en það er búið að vera mikið að gera ásamt því að þeir sem fylgjast með mér á snapchat og instagram hafa eflaust tekið eftir því að ég var á florida í tvær vikur sem var mega næs. Við settum kisurnar á hótel kattholt á meðan og verð ég að fá að hrósa þeim fyrir fagmennsku en þau voru þar í góðu yfirlæti.

Það er aldrei leiðinlegt á florida en við fórum í 3 garða : DiscoveryCove, BuschGardens og Aquatica en þeir eru allir mjög ólíkir en virkilega skemmtilegir. Við shoppuðum smá en mestan tíman nýttum við í það að liggja í sólbaði, hoppa í sundlaugina og borða góðan mat sem ég kalla sko sannarlega að NJÓTA. Ég tók frekar lítið af myndum en það er svosem það sem má búast við þegar farið er í svona ferð, maður gleymir einhvernveginn alltaf að taka myndir, ég tók samt tvær myndir sem mér finnst mjög flottar og set þær hér að neðan.

30594560_1008342482665740_2126769318290490292_n
Hér er ég mega sæt á cocacola rooftop bar, skemmtileg upplifun en þar eru allir kokteilar með einhverjum af vörunum sem cocacola framleiðir og virkilega flottu útsýni yfir Disney springs, sem er klárlega staður sem þarf að heimsækja í hverri florida ferð ásamt því að þar er seldur allskonar cocacola varningur.

30582370_1008342379332417_3125782356014349145_n
Ein af mínum uppáhalds myndum úr ferðinni enda deildi ég henni einnig á instagram, þetta er nammibarinn í einni af ísbúðunum sem við heimsóttum, mjög skemmtilegt og svo ótrúlega mikið úrval af nammi.

Eftir heimkomu er ég bara búin að vera skila verkefnum og svo núna læra fyrir próf en ég er að fara í 6 próf og þarf að reyna nýta hvern einasta dag í að læra, ég er með lítilsháttar prófkvíða og hef fundið að ef ég læri samviskusamlega og leyfi mér að taka pásu til að fara í ræktina þá líður mér betur og ég fæ ekki kvíðakast en ég hef verið að fá “prófkvíðaköst” síðan ég byrjaði í framhaldskóla og hef með tímanum lært að hvernig ég get unnið með hann.

Það eru eflaust allir orðnir spenntir fyrir sumrinu enda er ég það líka og spennt að framkvæma allar þær hugmyndir sem ég hef verið að hugsa um, spennandi myndbönd, skrautlegar farðanir og viðburðir sumarsins – getur ekki klikkað.

Bæ í bili.

það er hægt að fylgja mér á instagram (Rakelerr)  og snapchat (rakelworld) líka fyrir daglegar athafnir.

Aníta Kröyer (12)

One thought on “FLORIDA, PRÓFIN OG SUMARIÐ

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s