Komast að óléttunni

Þegar ég komst að því að ég væri ólétt af Diljá var ég 18. ára og alls ekki tilbúin í að eignast barn. Á þeim tíma var ég búin að ákveða það að ég ætlaði aldrei að eignast börn.

Anton hafði farið í tjekk á frjósemi sinni og þar kom í ljós að hann væri nánast alveg ófrjór, ef hann vildi eignast barn þá myndi það vera mjög erfitt og hann þyrfti virkilega að vera reyna.

Við Anton byrjuðum saman í október 2014, og í mars 2015 komumst við að því ég væri ólétt.

Þegar ég komst að því að ég væri ólétt hafði ég nákvæmlega enga grun um að ég væri ólétt. Ég var að taka til í herberginu mínu og endurraða í skúffur þegar ég finn óléttu próf sem vinkona mín hafði keypt einhverjum mánuðum áður og gleymt heima hjá mér. Ég hugsaði um að henda því bara því hvað myndi Anton halda ef hann myndi finna óléttupróf í skúffunni minni.. En ákvað að taka það uppá fönnið þegar ég færi í bað eftir tiltektina.

Ég pissa á prikið legg það á gólfið og hoppa ofaní búbblubaðið.

Lít svo niður á gólfið og sé tvær línur! Mér brá ekkert smá en trúði þessu samt ekki, þetta próf var búið að liggja í einhverja mánuði í skúffunni minni það hlýtur að vera gallað.

Sama kvöld fór ég með vinkonu minni og keypti annað próf, sem kom líka jákvætt út..

Ómææ..

Næsta var að segja Antoni frá þessu! Ég get ekki rætt nein alvarleg mál eða sagt einhverjum eitthvað alvarlegt, ég fer ALLTAF að skellihlægja! Veit ekki afhverju þetta er bara eitthvað sem ég ræð ekki við!

Svo þegar ég var að reyna að segja Antoni að ég væri ólétt hætti ég ekki að hlægja. Guð minn góður hvað hann hefur haldið að ég væri snar geggjuð!

Við tókum ákvörðn um að fara í snemmsónar og ekki pæla í þessu fyrr en þá. Því við trúðum þessu ekki enþá. Anton átti að vera ófrjór.. Við ræddum þetta ekkert fyrr en það kom að snemmsónarinum.

Í snemmsónarinum ræddum við lækninn um að Anton ætti að vera ófrjór.. En hann sagði að allt getur gerst við pössum líklega bara vel saman. Anton hefði þá verið búinn að sætta sig við það að hann myndi kanski aldrei eignast barn svo þetta var mikið sjokk fyrir hann, Honum létti samt alveg þvílíkt þegar hann komst að því að hann gæti eignast barn.

Mig hefði aldrei langað í barn en eftir snemmsónarinn gat ég ekki sleppt takinu.
Kanski væri þetta barn líka algjör heppni og við myndum ekki ná að eignast annað.

En heppninn er enn með okkur því barn númer 2 er á leiðinni.

 

Aníta Kröyer (7)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s