Fyrirgefning

Það tók mig langan tíma að koma þessu út úr mér og tala um þetta aftur. Ég byrjaði á þessum fyrir sirka 6 mánuðum og er loksins að fá kjarkinn í að pósta þessu núna. Ég hef ekki sagt neitt um þetta opinberlega aftur síðan þetta gerðist og var ég ekki viss hvort ég ætti að tala um þetta hérna eða ekki.

Fyrir sirka þremur árum síðan eða rétt fyrir útskrift mína úr framhaldsskóla maí 2015 fékk ég nóg, ég bara gat ekki meira. Þarna um kvöldið tók ég ákvörðun sem ég veit ekki hvort að ég sé eftir að hafa gert eða alls ekki. Ég ákvað að opinbera það fyrir öllum sem ég þekkti hvað var í gangi hjá mér og hvað ég var að ganga í gegnum þetta kvöld eins og svo marga aðra daga seinustu sirka 10 ár. Ég setti á netið skilaboð sem mér hafði borist frá stjúpmömmu minni sem snérust mest um hvað ég væri feit og hvort það þyrfti ekki að láta sérsauma á mig föt fyrir útskriftina og hvort ég ætlaði ekki bara að fara í hlutlaust nám eins og þeir sem vita ekkert í sinn haus gerðu.

Ég tók skjámyndir af öllu samtalinu og setti inn á facebook og fór svo strax að sofa. Þegar ég vaknaði vissi ég varla hvað hefði gerst. Ég var búin að fá óteljandi einkaskilaboð, comment, like og share. Hátt í 3.000 manns líkuðu við færsluna og næstum 1.000 deilingar komnar þegar ég vaknaði. Ég vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að stíga þar sem ég bjóst ekki við svona miklum undirtekningum heldur var markmið mitt að deila með fjölskyldu og vinum hvað væri í gangi. Ekki var það löngu eftir að ég vaknaði að fréttamiðlar byrjuðu að hringja í mig og spurja út í þetta allt saman. Hægt að lesið samtalið hérna.

Má ég fyrirgefa?

En tilgangurinn með þessum pistli er ekki að rifja allt þetta upp heldur að tala um hvað tekur við eftir svona tíma. Er hægt að fyrirgefa svona hluti og hvað á maður að taka langann tíma í að fyrirgefa? Það er flest fyrirgefanlegt þó það geti tekið langan tíma að fyrirgefa einhverjum. Ef maður ákveður að fyrirgefa er það hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það er betra að lifa í sátt og samlyndi heldur en ósætti er mín skoðun.

Get ég fyrirgefið þó að aðrir geri það ekki?

Ef að ég kýs að vera sátt við einhvern eða fyrirgefa upp að vissu marki þá hlýtur það að vera mitt mál. Ekki að ég samþykki svona hegðun heldur til þess að mér líði sjálfri betur. Það er betra að fyrirgefa heldur en að vera reiður alla ævi heyrði ég einhverstaðar. Ekki það að ég skil alveg að sumir nákomnir mér eiga erfitt með að fyrirgefið svona verknað í minn garð og þá er það þeirra mál því allir hafa rétt á sinni skoðun hver svo sem sú skoðun er. Ég tel að fyrirgefningar í lífinu séu til hins betra.

Ást og friður!

 

One thought on “Fyrirgefning

  1. Elsku Hólmfríður Brynja sterka kona. Takk fyrir að vera til þú bættir heiminn um leið og þú komst í þennan heim. Varðandi fyrirgefninguna þá er hægt að fyrirgefa nánast hvað sem er eins og þú segir án þess að sætta sig við það sem gerist. Fyrirgefningin er fyrir þolandann til að lifa af ekki endilega fyrigefa geranda (nú meina ég almennt) heldur fyrir þolandann. Ást og friður
    Þín mömmu vinkona
    Ragna Valdís

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s