Kynningablogg | Ágústa Sif

Jæja þá er komið að þessu, kæru lesendur ég heiti Ágústa Sif og er nýr meðlimur hérna á Narnia.is, ég ætla að segja ykkur örstutt frá mér svo þið verðið örlitlu nær við hverju þið megið búast frá mínum skrifum.

Ég heiti Ágústa Sif, er 27 ára sminka og bý í Reykjavík ásamt 6 ára syni mínum, Jökli Owen eða “Klaka” eins og ég kalla hann. Við lifum frekar skrautlegu lífi, en Klaki er með dæmigerða einhverfu og augnsjúkdóm sem heitir Retinis Pigmentosa og ég var að greinast með ADHD fyrr á þessu ári, heimilislífið okkar er því mjög krefjandi en oft sprenghlægilegt.

13902617_605519986283129_9135571988506741996_n

Ég útskrifaðist úr Mood Makeup School í Nóvember 2016, og hef síðan þá unnið sem sminka í stuttmyndum, auglýsingum og í myndatökum fyrir fyrirtæki eins og Jennyfer og 1883 Magazine. Ég stefni á frekara nám í snyrtigeiranum á næstu árum, hvað það felur í sér er ég ekki alveg viss um en það ætti að koma í ljós á næstunni.

Helstu áhugamálin mín eru förðun, tíska, söngur, bullet journaling og föndur, og mun ég líklegast blogga um flest af þessu á næstunni.

 

Ég hef þetta ekki lengra að þessu sinni en ég hlakka mikið til að byrja að skrifa um allt milli himins og jarðar.

Hægt er að fylgjast með því sem ég er að gera af mér á Snapchat og Instagram undir notandananafninu @itsagustasif

Aníta Kröyer (1)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s