Clip-in Hárlengingar frá A-Ö

Hvar kaupi ég hárlengingar?

Ég hef verið mjög ævintýragjörn í gegnum tíðina hvað varðar hárið mitt, ég hef prófað að vera með pixie, bob, axlarsítt og ég hef líka prófað þessar týpísku 100 lokka hárlengingar. Ég hinsvegar lofaði sjálfri mér því að fá mér aldrei aftur svona lokka lengingar því að þær eyðilögðu hárið mitt, hvernig? Þegar ég lét taka þær úr var mitt náttúrulega hár mjög slitið, þynnra en áður og miklu styttra, ég held að það hafi farið úr axlasíðu í það að vera rétt fyrir neðan kjálka.Síðustu árin hef ég reynt að safna hári eftir að ég varð of djörf og klúðraði DIY “rakað á hliðinni” klippingunni sem var mjög svo móðins á því herrans ári 2012, þarf ég nokkuð að taka það fram að þetta var hryllingur og að þetta ætti enginn að gera í DIY flippi? Ég allavegana hef haldið hárinu mínu í “lob” sídd síðustu 4 árin eftir að hárið mitt náði þeirri sídd, og hef líkað vel, en upp á síðkastið hefur mig langað til að safna enn meira hári og hafa þetta Fabio lúkk, bara til að prófa svona einu sinni. En þar sem að ég er mjög hvatvís og alls ekki þolinmóð þá fór ég að hugsa um að fá mér aftur hárlengingar, ég var þó fljót að hætta við þá hugmynd enda fyrri reynslan mín alls ekki góð og verðið á þessu er ekki eitthvað sem ég er til í að borga fyrir hár sem ég á ekkert í.

 

Ég mundi þá eftir því að það væru til clip in hárlengingar!
Hár sem þú getur sett í þig til að fá þykkara og lengra hár, þegar þú vilt án þess að fórna heilbrigði náttúrulega hársins þíns. Þvílík snilld! Ég fór að sjálfsögðu að leita mér að svona lengingum hérna á Íslandi en því miður var það eina sem ég fann á 40.000 kr… eheeem, nei, það kemur ekki til greina að ég kaupi hár á þessu verði, sérstaklega ekki þegar ég hef aldrei prófað þetta áður og veit ekki hvernig mér á eftir að líka. Hvað gerir óþolinmóð kona þá? Hún fer á netið, það sem mig langaði að finna voru 100% human hair clip in hárlengingar, sem væru undir 15.000 kr og kæmu á innan við viku! Það fann ég svo sannarlega á Clip Hair Extentions. Ég leitaði að ódýrustu lengingunum og valdi lit sem ég vonaðist til að passaði mér. Með því að velja það ódýrasta er maður samt að fá mjög þunnar lengingar en það er líka hægt að kaupa þykkari og lengri, allt í allt kostuðu þær um 8.500kr með sendingu. Þegar lengingarnar voru komnar til landsins bættist svo við tollur sem ég man ekki hvað var en hann var ekki mjög hár. En ég hafði klárlega valið kolvitlausann lit og það sást greinilega hvar mitt náttúrulega hár endaði.

Hvernig lita ég hárlengingar?

Liturinn á lengingunum var of gulur, ég byrjaði því á að tóna þær, setti vatn í skál og sirka teskeið af fjólubláu sjampói út í. Bleytti svo hárið með hreinu vatni áður en ég dýfði þeim í tónerinn. Það er mikilvægt að gera þetta því að þurrt hár hefði dregið í sig allann litinn og orðið fljólublátt eða bleikt. Svo dýfði ég hverri lengingu 3-4 sinnum í tónerinn og skolaði vel í hreinu vatni. Eftir þetta var guli tónninn farinn en sumar lengingarnar fengu bleikann blæ.
Ég er með mikið af strípum og dökka rót svo að ég vildi lita þær, ég vildi að hárlengingar ár pössuðu fullkomnlega því mér finnst það ekki fallegt þegar það sést að maður er með lengingar. Keypti pakka lit út í búð sem líktist rótinni minni hvað mest. Eftir að ég blandaði litinn eftir leiðbeiningunum nuddaði ég litnum vel í sauminn til að búa til rótina og notaði svo endann á rattail greiðu til að taka frá mjög þétta litla lokka til að lita strípurnar. Ég bar litinn vel í, vafði svo inn í álpappír og lét liggja í hárinu í 30-40 mín, ég fylgdist vel með því ég vildi ekki hafa litinn of dökkann. Þegar mér fannst liturinn líta vel út þreif ég hárlengingarnar með sjampói og lét þær hanga á herðatréi til þerris.

Litur fyrir og eftir tónun.

Hvernig klippi ég hárlengingar?

Liturinn var fullkominn! En ég gat ennþá séð hvar stutta hárið mitt endaði og hárlengingarnar héldu áfram, þar sem að ég er með styttur þá er auðveldara að fela þetta en þegar maður er með skarpa klippingu. Ég byrjaði á því að setja lengingarnar í mig eins og mér fannst þægilegast og fallegast, svo tók ég þær aftur úr og merkti hverja lengingu með númerum svo að ég mundi ekki rugla þeim saman og hengdi þær upp á herðatré til að auðvelda klippinguna. Ég byrjaði svo að klippa styttur í alla stóru renningana sem á að festa aftan á höfuðið með því að halda skærunum opnum og loka þeim örlítið á meðan ég færði mig niður hárið, þegar ég var ánægð með stytturnar klippti ég neðan af hárinu í V. Til þess að klippa litlu renningana sem á að festa á hliðar höfuðsins fannst mér best að setja lengingarnar í mig, þá sá ég betur hvað ég var að gera og hvernig best væri að aðlaga lengingarnar að hárinu mínu, ég notaði sömu aðferð og ég notaði við að klippa stóru renningana, hélt skærunum vel opnum en lokaði þeim örlítið á meðan ég fiktað í mig neðar. Núna ættu nýju hárlengingarnar að vera algjörlega sniðnar að þer og tilbúnar til að setja í!

 

Hvernig set ég Clip in hárlengingar í mig?

Það er nokkuð auðvelt að setja clip in hárlengingar í sig, en ég ætla að láta leiðbeiningar fylgja með eins og ég geri það, þessi aðferð entist í 17 tíma hjá mér þegar ég var að gæsa systur mína og fór svo strax á eftir á Írafár tónleikana í Hörpu! Aðferðin skiptist í það að skipta hárinu, túpera og renna klemmunum í hárið.

Í pakkanum sem ég keypti frá Cliphair voru
2 stórir renningar með 3 greiðum. (#2 & #3)
2 litlir renningar með 3 klemmum. (#1 & #4)
2 litlir renningar með 2 klemmum. (#5 & #6)
2 litlir renningar með 1 klemmu. (#7 & #8)

1.Byrja á því að skipta hárinu neðarlega á hnakkanum, ég miða við að fara frá eyrnasnepli og yfir til hins.

2.Túpera lokka þar sem klemmurnar fara alveg við rótina og spreyja með hárlakki.

3.Opna klemmurnar á renning #1 sem er lítill renningur með 3 klemmum, greiða klemmunum fyrir ofan túperinguna og loka þeim svo.

4.Skipta hárinu frá miðju eyra og yfir, túpera við rótina og spreyja með hárlakki. Renna svo klemmunum á renningi #2 í túperinguna og loka.

5.Skipta hárinu frá efsta hluta eyra og yfir, túpera, spreyja og renna #3 í hárið.

6.Skipti hárinu, fer frá endanum á augabrúnum og hringinn, túpera, spreyja og renni klemmunum í gegn og loka. Þetta er erfiðasti parturinn til að fela, það þarf að passa að það sé nóg hár á krúnu höfuðsins til þess að fela klemmurnar á þessum renning, en það má ekki vera of þykkt því að þá sést að maður er með lengingar.

7.Skipti hárinu á hliðunum frá augabrún, túpera og spreyja, passa að setja klemmurnar á renningum #5 & #6ekki of nálægt andlitinu.

8.Renninga #7 & #8 set ég rétt fyrir ofan litlu 2 klemmu renningana ef ég þarf þess. Til þess að það sjáist ekki í klemmurnar sem eru efst á höfðinu tek ég litla lokka fyrir ofan klemmurnar og túpera, greiði svo yfir hárið til að slétta úr því. Þetta lætur hárið virka þykkra og felur klemmurnar.

Að sjálfsögðu mæli ég frekar með því að skoða vel og vandlega þá liti sem eru í boði svo að það þurfi ekki að lita lengingarnar þegar þær koma! En ég vil þakka fyrir mig og ég vona að þið getið nýtt ykkur þennann leiðarvísi í framtíðinni.

Aníta Kröyer (1)

One thought on “Clip-in Hárlengingar frá A-Ö

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s