B U L L E T J O U R N A L

Ég hef alltaf verið með mikið dagbókarblæti. Hef notast bæði við þessar venjulegu úr bókabúðum sem ég eyddi heilu tímunum að skreyta og skipuleggja og hef líka verið með personal-planner, sem eru meira bækur sem þú skreytir með límmiðum og allskonar.

Á síðasta ári byrjaði bullet journal eða bujo að koma svoldið sterkt inn og mér fannst það fullkomin blanda af teikningardundi + skipulagningu. Ég viðurkenni þó að ég er ekki sú skipulagðasta en það að hafa eitthvað að grípa í ef ég er með mörg verkefni á döfinni og henda því í stílhreint dagatal og skreyta eins og ég vil hafa það, hjálpar mér mjög mikið að skipuleggja mig.

Það er hægt að gera hvað sem þú vilt, ég ákvað að fyrsta bullet journal-ið mitt myndi verða svona svoldið út um allt á meðan ég var að finna hvað hentar mér best. Og mæli mjög með því að prófa allskonar layout og æfa sig í skrautskrift og plöntuteikningum!

Pinterest og Youtube (mæli mest með amandarachlee) hjálpa mér best ef ég er hugmyndasnauð. Og svo auðvitað snapchat-reikningarnir hjá Katrín Mariu og Salome Ósk, mæli mikið með að skoða það líka.

 

Ælta láta fylgja nokkrar myndir frá minni bók – njótið ❤

Aníta Kröyer

Posted by

Ég er 21 árs gömul, bý á skaganum ásamt Daníel kærastanum mínum og syni okkar honum Unnari. Er mikil bullet journal-áhugamanneskja, DIY, tíska, förðun og ljósmyndun svo eitthvað sé nú nefnt. Og nýt þess að njóta lífsins með fjölskyldunni og vinkonunum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s