Heimsins bestu tebollur

Ég hef notast við sömu uppskriftina af Tebollum í meira en áratug og elska þær alltaf jafn mikið. Ég skrifaði þessa uppskrift niður í heimilisfræði þegar ég var í 5.bekk í Dalvíkurskóla og hef ég átt og notað sömu uppskriftarbókina síðan þá. Ég var að enda við að baka þessar dýrindis Tebollur og ákvað að nýta tímann og deila uppskriftinni minni með ykkur.

Uppskrift fyrir sirka 12 Tebollur

2 egg
125 gr sykur
1/2 dl mjólk
250 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
1 plata saxað suðusúkkulaði

Aðferð

Hráefni sett í skál og hrært saman, endað á að bæta við súkkulaðinu. Ef deigið er og þykkt er bætt meiri mjólk út í. Sett á plötu, hver bolla er sirka ein matskeið af deigi og ég set 6 matskeiðar af deigi á hverja plötu og inn í ofn, bakað við 180° í sirka 10 mín +/- 2 mín (fer eftir ofn). Fylgst vel með og tekið út þegar þær eru orðnar ljósbrúnar og fallegar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s