Mádara | Uppáhalds húðvörunar mínar

Ég fór í smá útgáfupartý hjá Heilsuhúsinu í maí í boði Glamour til að fagna komu nýrra húðvörulínu. Voru veglegir gjafapokar gefnir og hef ég verið að nota þær vörur sem ég fékk að gjöf og þar sem ég er að elska þær svo mikið langaði mig að deila þeim með ykkur. Engin gerviefni eru í vörunum og eru þær einnig lit, ilmefnalausar og paraben fríar.

Mádara Trio Sett

Í gjafapokanum sem ég fékk var þetta trio sett með 150 ml Purifying Foam til að hreinsa húðina. 25 ml dagkrem Deep Moisture Fluid sem er mjög létt og gefur raka fyrir daginn. Einnig var 25 ml næturkrem Regenerating Crem sem lætur húðina endurnýja sig og næra sig yfir nóttina. Ég nota þessar vörur daglega og hef verið að prófa dagkremið  nýlega undir farða og hentar minni húð ágætlega í það.

Brightening AHA Peel Mask

Einnig var í gjafapokanum þessi peel maski með virkum AHA flögum sem gefa ljóma. Hef reynt að nota þennan maska vikulega en hann þó að hann eigi að vera peel maski er enganvegin hægt að fá hann til að gera það. Sölufólkið sagði mér strax að það væri erfitt að fá hann til þess en mæltu með að þvo hann af í hringlaga hreyfingum sem ég hef gert.

SOS Hydra Repair Intensive Serum

Þetta serum fékk ég sumarboxinu frá Beautybox.is sem ég keypti mér sjálf. Ég er að ELSKA það og get mælt rosa vel með því. Það er hannað sérstaklega fyrir norræna húð og gefur raka alveg í innstalag húðarinnar, hægir á öldrun og styrkir og stinnir húðina. Alltaf þegar ég læt það á mig og kærasti minn er nálægt hika ég ekki við að skella þessu í andlitið á honum í leiðinni þar sem mér finnst hann auðvitað þurfa á þessu að halda líka.

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s