SugarBearHair | Bloggsería

Ég spjallaði örstutt við ykkur um hárið mitt í hárlenginga færslunni minni sem þið getið lesið HÉR. Ég er búin að vera að safna hári í mjög langann tíma núna og það er lítið að gerast í þeim efnum. Það hjálpar ekki að ég læt hárgreiðslukonuna mína setja ljósar strípur í mig í hvert sinn sem ég fer til hennar, en það fer virkilega illa með hárið og hjálpar því alls ekki að vaxa. Ég nota líka hárblásara, sléttu- og krullujárn sem steikja hárið manns. Jafnvel þó að maður noti hitavörn þá er hún ekki kraftaverkavara, hárið skemmist minna en skemmist þó. Ekki nóg með það að ég slátri hárinu mínu sjálfviljug þá eru aðrir þættir sem ég ræð ekki við sem gera mér það erfitt að safna hári. Ég fer til dæmis mikið úr hárum, sem gæti verið vegna gena, lífsstíls, stress eða ofangreindra slátrunar aðferða, einnig er ég með exem í hársverði sem verður stundum það slæmt að ég fæ sár og hárin vaxa ekki þar í einhvern tíma.

Þegar öll nýju hárvítamínin komu á markað fyrir einhverjum árum hafði ég engann áhuga á þeim, mér fannst þetta algjört peningaplokk enda einu færslurnar sem ég sá um þessar vörur kostaðar auglýsingar frá framleiðandanum, og ég átti erfitt með að finna alvöru fólk sem notaði þetta með alvöru árangri! En hér er ég núna, ég ætla að taka stökkið og gera alvöru umsögn um SugarBearHair, ekkert kjaftæði! Ég pantaði 6 mánaða skammt beint frá SugarBearHair.com og það tók ekki langann tíma fyrir þetta að koma heim, held að það hafi verið í mesta lagi vika. Ég fékk líka kaupauka sem var lítill 5 daga skammtur af SugarBear Hair, snyrtitaska sem er ógeðslega sæt, lyklakippa, sturtuhetta og hárbursti. Þetta allt fékk ég með sendingu og tolli á 21.000kr.

Facetune_27-07-2018-22-12-45

Ég ætla að fara yfir nokkra þætti sem ég vonast til að komi út úr þessari tilraun minni, SugarBearHair segir sjálft að þetta eru kostir vítamínsins.

Hársvörður – ég er með exem í hársverði sem þýðir að ég fæ oft mikla flösu og stundum sár. Ég vil sjá mikið minni flösu og minni kláða í hársverðinum.
Sídd – Ég get ekki spáð fyrir því hversu mikið hárið mitt mun vaxa á 6 mánuðum, en ég vonast til þess að hárið nái niður fyrir axlir í lok þessarar tilraunar! (10-15 cm)
Raki – Hárið mitt er mjög þurrt og skemmt vegna aflitunar og hitatækja, ég vonast til þess að raki haldist betur í hárinu og að það líti betur út, sérstaklega í endana þar sem að þeir líta alltaf út fyrir að vera steiktir í gegn.
Þykkt – Ég ætla ekki að gera mér miklar vonir um þykkara hár þar sem að það er mjög genatengt dæmi en ég væri algjörlega til í að hárið mitt verði þykkara.

Réttast væri að nefna að áður en ég ákvað að gera þetta að bloggseríu var ég búin að klára litla dunkinn sem voru 5 dagar og ég kláraði líka 4 daga úr einum stóra dunkinum. Ég ákvað líka að fara fyrst í klippingu og litun því að ég vissi að ég mundi ekki meika 6 mánuði eins og hárið mitt var! En ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með ferlinu hér og á snapchat/instastory næstu mánuðina, ég ætla ekki að hafa þessa bloggseríu mánaðarlega en við skulum byrja á 1 mánuði, 3 mánuðum og svo að lokum 6 mánaða árangri.

Við sjáumst þá aftur 31.Ágúst með 1 mánaða árangur!

Hér er hægt að fylgjast með mér;
Snapchat: itsagustasif
Instagram: itsagustasif

 

Aníta Kröyer (1)

Advertisements

4 thoughts on “SugarBearHair | Bloggsería

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s