Pása frá samfélagsmiðlum

Um miðjan júní ákvað ég að taka mér pásu frá samfélagmiðlum. Ástæðunar á bakvið þessa pásu eru nokkuð margar en helsta ástæðan er að sjálfsögðu sú að ég eyddi alltof miklum tíma í símanum og þá aðalega á samfélagsmiðlum. Ég giska á að meirihluti tímans hafi farið í það að skrolla niður með þumlinum og skoða hvað aðrir voru að pósta á instagram, sem er gjörsamlega út í hött ef maður pælir í því. Meira en helmingurinn af fólkinu sem ég var að fylgjast með eru ekki einusinni vinir mínir, hvað þá fólk sem ég þekki persónulega eða fólk sem mér finnst áhugavert yfir höfuð, bara fallegar glansmyndir. Ofan á þetta var ég að pósta reglulega á snapchat og instagram ásamt því að blogga og sinna samfélagsmiðlum bloggsíðunnar. Þetta var orðið alltof mikið og ég fékk nett ógeð af þessu, ógeð af þessum miðlum og menningunni í kringum þá en fyrst og fremst ógeð af sjálfri mér. Ég er nokkuð viss um að ég fengi sjokk ef ég myndi sjá á blaði hversu miklum tíma ég hef eytt á þessum miðlum í heildina.

Fyrstu dagana eftir að ég eyddi öllu úr símanum var ég stanslaust að taka upp síman að fara opna instagram, facebook eða snapchat og ég átti hálfpartinn erfitt með mig. Fljótlega ákvað ég að ná mér aftur í facebook messenger þar sem ég áttaði mig á því að nánast öll mín samskipti eru í gegnum messenger þá símtöl og “sms”. Ég veit ekki hversu lengi ég forðaðist miðlana alveg 100% en ég er komin með þá aftur en leita alls ekki jafn mikið í þá. Ég kann mér hóf og ætla mér að halda því þannig.

Nokkrir af mörgum jákvæðum hlutum sem ég tók eftir hjá mér í pásunni.:

– Kvíði og daglegt stress minnkaði
– Ég varð orkumeiri og nýtti daginn betur
– Eyddi meiri tíma með fólkinu í kringum mig
– Meira til í að gera eitthvað
– Horfði á myndir / þætti án þess að vera stelast í símanum
– Eyddi meiri tíma í sjálfa mig ( dekur og áhugamál)
– Tók betur eftir litlu hlutunum í kringum mig
– Sjálfstraustið jókst (að forðast instagram módelin hjálpaði pottþétt)
– Naut mín betur og var algjörlega í núinu!

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Við vitum flest öll hversu mikill tímaþjófur þetta er og hversu húkkt maður getur orðið svo mig langar að skora á ykkur, elsku lesendur að prófa minnka samfélagsmiðlanotkun ykkar. Hvort sem það sé að taka x langa pásu frá öllu eða minnka tíman. Þetta er þess virði, ég lofa ❤

Ég er á Instagram fyrir áhugasama: @anitakroyer

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s