Áhugaverðar konur – Sandra Sif

Sandra Sif Halldórsdóttir er 19 ára hæfileikaríkur förðunarfræðingur, búsett í Þrándheimi í Noregi. Hún er sjálflærð en stefnir á það að fara í förðunarskóla. Sandra tók þátt í NYX NORDIC FACE AWARDS í ár og komst hún í top 30 sem kemur okkur ekkert á óvart miðað við hversu magnað “Hypnosis” lookið hennar var sem hún sendi í keppnina. Sandra heldur einnig úti bloggi www.sandrasif.com og opnaði nýlega youtube rás þegar hún tók þátt í keppninni sem við mælum með að þið kíkið á.Við fengum að spurja Söndru Sif nokkrar spurningar..

Hvernig finnst þér að búa í Noregi og hvað ertu búin að búa þar lengi?
Ég flutti til Noregs árið 2015 og er búin að búa hér í tæplega 3 ár. Ég bý í Þrándheimi sem mér finnst frábært, mjög lítil og þægileg borg!

Hvenær fékkstu áhuga á förðun?
Áhuginn kviknaði í grunnskóla, en förðun byrjaði sem mitt áhugamál eftir að ég flutti til Noregs og opnaði förðunar Instagramið mitt fyrir rúmlega 2 árum síðan.

Lýstu þínum stíl í einu orði?
Litríkur!

Hvaðan fékkstu innblástur fyrir förðununum sem þú sendir í keppnina?
Fyrir fyrstu förðunina þá fékk ég innblástur frá augnlinsum sem ég hafði keypt upprunalega fyrir annað look. Ég var ekki alveg nóguð sátt með fyrstu hugmyndina en ég fékk aðra hugmynd samstundis og gerði lúkkið mitt út frá linsunum! Mér fannst þetta skemmtileg hugmynd og eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Fyrir hina förðunina þá fékk ég innblástur úr Norrænni Goðafræði og nafninu mínu, og gerði mína útgáfu af Sif konu Þórs.

Geturðu sagt okkur aðeins frá keppnisferlinu?
Ég sendi inn ¨hypnosis¨ förðunina og komst áfram í top 30, sem var æðislegt! Eftir fyrstu förðunina (entry myndbandið) þá fengum við þemað Pastel Dreams, sem við höfðum rúmar 2 vikur til þess að gera. Í millitíðinni fengum við stóran pakka frá NYX Professional Makeup með fullt af snyrtivörum til þess að nota í förðunina, við gerðum einnig unboxing myndband þegar við opnuðum pakkann.
3 vikum seinna var tilkynnt hverjir komust áfram í top 15, ég komst því miður ekki áfram en nokkrar stelpur sem ég þekki komust áfram og það gladdi mig svo mikið! Mér fannst ótrúlega gaman að fylgjast áfram með keppninni þar sem ég kannaðist við alla keppendurnar, það var spennandi að sjá farðanirnar og myndböndin þeirra.  Lokakvöldið í Nordic Face Awards var haldið í Stokkhólmi þann 5. júni og athöfnin var sýnd í beinni. Það var norsk stelpa sem vann keppnina @ritaermin, hún fékk titilinn Nordic Artist of the Year. Rita er ótrúlega klár og átti þetta svo sannarlega skilið! Allt þetta ferli var draumi líkast, það var svo gaman að fá að vera með!

Ætlaru að taka þátt á næsta ári?
Mig langar alveg rosalega mikið að taka aftur þátt, þetta var svo ótrúlega skemmtilegt ferli að það eru miklar líkur á að ég reyni aftur á næsta ári.

Hver er fyrirmyndin þín í förðunarheiminum?
Ég lít mikið upp til Linda Hallberg, hún er sænskur förðunarfræðingur, bloggari og á sitt eigið förðunarmerki LH cosmetics. Hún gaf mér mikinn innblástur til að byrja að gera öðruvísi og creative farðanir.

Uppáhalds förðunarmerki?
Úff erfið spurning! Ég er búin að vera að nota mikið af vörum frá NYX Professional Makeup upp á síðkastið, þannig að það er alveg 100% í uppáhaldi hjá mér núna. Þeir eru með svo mikið af skemmtilegum og öðruvísi snyrtivörum, og alltaf að koma út með nýjungar. Ég nota mjög mikið af vörum frá NYX Professional Makeup þegar ég er að gera litríkar og dramatískar farðanir/facepaint.

Draumastarf?
Mig langar að sjálfsögðu að vinna í förðunarheiminum, væri draumur að farða fyrir fashion week – það hljómar allavega mjög vel.

Það fyrsta jákvæða um þig sjálfa sem þig dettur í hug 1, 2 og go!?
Fallegt hár.

Top 5 vörur?
Strobe Cream í litnum Silverlite frá MAC, Anastasia Beverly Hills glæra augabrúnagelið, Lancome Teint Idole Ultra Wear farðinn, Ofra Everglow highlighterinn, YSL Pur Couture í litnum 01 Le Rouge – fullkominn rauður varalitur

Áttu þér önnur áhugamál?
Ég á mér annað áhugamál sem tengist reyndar förðun og öllu því, en mér finnst mjög skemmtilegt að taka myndir og vinna myndbönd sem ég geri fyrir reglulega Instagram og YouTube.

Hvar sérðu sjálfa þig eftir 5 ár?
Ég mun örugglega eiga heima í Oslo, eða vera flutt þaðan í einhverja aðra borg. Starfandi sem förðunarfræðingur og vinna við það sem ég elska sem er makeup.

Uppáhalds á Instagram þessa stundina?
@elinfaceart – Hún er ótrúlega klár og farðanirnar sem hún gerir eru allar svo gullfallegar.

Ef þú gætir ferðast hvert sem er akkúrat núna, hvert myndiru fara?
Mig hefur alltaf langað að fara til New York, væri alveg til í að skella mér þangað núna!

Instagram @sandrasiff 
Youtube @sandrasif
www.sandrasif.com

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s