Rúsínubollan mín, dóttir mín, hún Ronja Líf Völundardóttir Kröyer átti tveggja ára afmæli þann 22. september. Afmælisdagurinn var yndislegur og Ronja skemmti sér ótrúlega vel ❤ Við vorum með dýraþema, dýrablöðrur og grímur.
Hún elskar blóm og lyktina af þeim ❤
Blöðrurnar og grímurnar pantaði ég á AliExpress fyrir nokkrum mánuðum.
Kökuna bakaði ég sjálf, ótrúlegt en satt.
Mér fannst ekki annað við hæfi en að hafa vegan köku þar sem það var dýraþema.
Uppskrift HÉR
Pabbi/Afi mjög alvarlegur gíraffi.
Takk allir fyrir fallegu kveðjurnar og takk allir sem komu og fögnuðu með okkur á
þessum fallega og skemmtilega degi ❤