Fjölnota dömubindi

Það er ekki svo langt síðan ég skipti út einnota dömubindum fyrir taubindi en ég get sko sagt ykkur það að ég mun aldrei fara aftur í einnota pakkan.

Mitt álit á taubindum áður en ég byrjaði að nota þau.

– Óhreint og ógeðslegt
– Óþarfa auka vesen í kringum þvottinn.
– Vond blóðlykt úr óhreinatauinu.
– Virka ekki jafn vel og einnota.

Sem betur fer hafði ég rangt fyrir mér.

– Það er nákvæmlega ekkert óhreint eða ógeðslegt við þetta. Mér finnst þetta mun snyrtilegra en einnota.
– Það er ekkert auka vesen í kringum þvottinn. Ég þvæ þau sér ásamt pokanum og
það er bara einusinni í mánuði þegar ég er búin á túr.
– Enginn lykt
– Þau virka alveg jafn vel, ef ekki betur en einnota.

Af hverju taubindi frekar en einnota?

Vissir þú að í sumum tilfellum getur eitt dömubindi innihaldið 90% plast sem samsvarar u.þ.b. fjórum innkaupa plastpokum? Fjölnota taubindi eru mun betri fyrir plánetuna okkar.
Mér hefur alltaf fundist einnota bindi óþæginleg og ég fæ nánast undantekningarlaust “bleyjubruna” eða nuddsár en ég bara látið mig hafa það þar sem ég meika alls ekki túrtappa eða álfabikarinn.
Ég fæ ekki jafn slæma túrverki með taubindi og það er víst þekkt dæmi sem ég mæli með að þið kynnið ykkur. Stutta svarið = Þæginlegra og umhverfisvænna.


Hvernig nota ég taubindi?

Taubindin eru ekki bara fyrir blæðingar heldur henta þau líka fyrir útferð og þvagleka. Taubindi virka nánast alveg eins og einnota bindi nema það maður þvær þau og notar þau aftur. Á bindum er ekki lím en á bindum með vængjum eru smellur sem eru auðveldar í notkun. Ég er að nota netapoka undir þau í óhreina tauinu núna en það er vinsælt að nota PUL poka undir sem er vatnsheldur poki svo það lekur ekkert út og ég býst við að lyktir haldist alveg inn í þar sem fólk notar þetta líka fyrir fjölnota bleyjur á börn. (Það er klárlega eitthvað sem ég mun prófa ef ég eignast annað barn)

Hvar versla ég taubindi?

Hægt er að versla taubindi á mörgum stöðum eins og t.d hjá mistur., grænviska., mena. ,vistvera., Lauf, Mjallhvít – Barna – og tauvörur, Brák, Gríslingar og JóGu búð ofl. Það er líka hægt að kaupa ný og notuð á facebook grúbbu sem heitir Taubindatjatt þar eru líka allskonar umræður og fróðleikur. Ég ætlaði að versla þau hér heima en ég gjörsamlega féll fyrir RagHagShop á Etsy.com. Hægt er að velja um stærð og rakadrægni. Munstrin á bindunum heilluðu mig ekkert smá. Ég hugsaði með mér, ef ég ætla færa mig yfir í þennan pakka, afhverju ekki að blæða á eitthvað fallegt? Kallið mig klikkaða en mér finnst þetta í alvörunni smá gaman. Það sem heillar mig líka við RagHagShop er að hún gefur ákveðna prósentu af seldum bindum mánaðarlega til góðgerðarsamtaka sem sjá til þess að konur um allan heim hafi aðgang að dömubindum.

Ekki hika við að senda mér ef þið hafið einhverjar spurningar ❤
Instagram: @anitakroyer

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s