Pumpkin Spice Latte

Nú þegar tekur að hausta er ekkert meira kósí en að slaka á með heitann drykk þegar það er vont veður, eða jafnvel kíkja í göngutúr þegar veðrið er fallegt og hafa með sér drykk til að ylja sér. Langar mig því að deila með ykkur uppskrift af einum vinsælasta kaffidrykk í heiminum en það er Pumpkin Spice Latte. Þar sem það er ekki auðvelt að finna graskerspúrru, hvað þá grasker á Íslandi, þá þurfti ég að búa til mína eigin púrru úr Butternut Squash, Hinsvegar er Hagkaup komið með grasker í sölu núna, þannig að það er hægt að búa til ekta graskerspúrru! Þessi uppskrift gerir x2 drykki en það er mjög auðvelt að helminga hana.

Pumpkin Spice Latte:

4 dl mjólk
2 msk Graskersmauk
2  tsk sykur eða önnur sæta
2 tsk vanilludropar
1/2 tsk Pumpkin Pie Spice* uppskrift hér að neðan.
2 dl Sterkt heitt kaffi (ég nota Senseo vél og nota 2 púða fyrir þessa uppskrift)
Þeyttur rjómi

Aðferð: 

Setjið mjólk, Graskersmauk og sykur í pott og hitið á miðlungs hita, passið að mjólkin sjóði ekki. Takið pottinn af hellunni og hrærið vanillunni, kryddinu og kaffinu saman við með písk, hellið í 2 bolla. Bætið svo þeyttum rjóma á kaffið og stráið kryddi yfir til skreytinga. 7583645088__MG_6566

Ég bý til mína eigin Pumpkin spice blöndu, þar sem þetta er heldur ekki auðfáanlegt á Íslandi, þetta er þó mjög auðveld kryddblanda og flestir eiga allt í hana nú þegar.

Pumpkin Pie Kryddblanda:

1 tsk Kanill
1/4 tsk Múskat
1/4 tsk engifer (duft)
1/8 tsk negull

Blanda saman og geyma það sem ekki er notað í lokaðri krukku.

Ég þakka fyrir lesturinn og mæli eindregið með því að fylgjast með Narnia.is á samfélagsmiðlum, þið getið fundið okkur á Snapchat og instagram @narnia.is

 

Aníta Kröyer (1)

Photo 02-10-2018, 20 52 19

Instagram : itsagustasif
Snapchat: itsagustasif

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s