Skemmtileg og öðruvísi gjöf fyrir öll tilefni

Ég og Björgvin fórum í brúðkaup hjá vinafólki okkar í sumar. Við vorum búin að vera að vesenast með hvað við ættum að gefa þeim í brúðargjöf og á endanum spurði ég þau hvort þau væru með lista í einhverri verslun sem þau svöruðu neitandi. Við ákváðum þá að fyrst þau voru ekki með neinn óskalista kæmi sér örugglega best fyrir þau að fá pening og geta valið sér eitthvað sjálf.
Ég hugsaði lengi um skemmtilega leið til þess að gefa þeim pening þar sem mér finnst ekki mjög huggulegt að fá bara pening í umslagi í brúðargjöf. Á endanum ákvað ég að gefa þeim 10 peningahjörtu, ég skellti mér á YouTube og fann þar flott kennslumyndband hvernig ég ætti að búa hjörtun til. Eftir að hafa föndrað þau þá fannst mér synd að setja þau bara í umslag þar sem þau myndu ekkert sjást. Ég ákvað því að föndra smá meira og sendi Björgvin út að sækja fallega grein fyrir mig til að hengja hjörtun á. Ég átti enga fallega krukku og ákvað því bara að nota Froosh flösku. Í flöskuna setti ég svo svartan sand, til að gera hana stöðuga, sandinn fékk ég í “láni” á leikvellinum sem er rétt hjá húsinu okkar.

Þar sem þetta var skyndiákvörðun hjá mér kvöldið fyrir brúðkaup þá varð ég að hugsa svolítið út fyrir boxið og nota það sem ég átti hérna heima. Ég fann ekkert fallegt band þannig ég notaði tannþráð, svo límdi ég bara peninginn á hann og batt á grein. Ég skreytti flöskuna með fallegu bandi og setti svo litla slaufu á kortið í stíl.

Ég er rosalega ánægð með hvernig þetta kom út og mun klárlega gera svona aftur seinna.

Aníta Kröyer (10)
Instagram: astasoley23

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s