Halloween | 5 hlutir sem koma þér í gírinn

Ég er mikil áhugakona um Hrekkjavöku og hef verið dugleg síðustu ár að vera með í þessari stórskemmtilegu hátíð, ef hátíð má kalla.Ég get orðið svo slæm að þegar það fer að líða á Ágúst, fer ég að hugsa um hvenær það sé viðeigandi að setja upp allar skreytingarnar mínar og fara að gera farðanir fyrir tilefnið. Þetta árið hef ég verið frekar sein í þessu, tvær vikur búnar af Október og ég ekki enn byrjuð að skreyta! Ég hef ekki náð að koma mér almennilega í Hrekkjavökuskapið, en það heldur betur breyttist þegar ég setti saman Playlista á Spotify og horfði á þó nokkrar hryllingsmyndir þessa vikuna. Nú ætla ég að hjálpa ykkur að rífa ykkur í gang!

 

1. Horfðu á Hryllingsmyndir 

Ég elska hryllingmyndir, þó ég verði ótrúlega hrædd við minnsta tilefni þá get ég ekki sleppt því að horfa á þær. Ég er hrifnust af myndum sem hafa atriði sem bregða manni. Ég mæli með öllum Conjuring myndunum, Nightmare on elm street, The Sixth Sense, Paranormal Activity, A Quiet place, The Exorcist, Insidious, The Decent, Alien og svo að lokum Predator. Að sjálfsögðu eru miklu fleiri myndir sem ég get mælt með en þessar standa upp úr í augnablikinu.

2. Skreyttu

Það þarf ekki að vera eitthvað rosalegt, Svört Kerti, kóngulóarvefur, bata eitthvað sem þér líður vel með að verði inn á heimilinu þínu.

3. Hlustaðu á hryllings tónlist

Ég er heldur betur buin að vera með Gústuween playlistann minn á Spotify á repeat! Flest lögin eru rokklög en inn á milli eru lög úr bíómyndum og vinsæl popp lög sem hafa einhversskonar tengingu við hrylling. Hægt er að sjá Playlistann með því að smella á myndina:

Spotify_Logo_CMYK_Black

4. Föndraðu búning eða farðaðu þig.

Shocker, ég elska þennann part af hrekkjavöku, að finna mér búning eða karakter til þess að vera á Hrekkjavöku er að sjálfsögðu aðal atriðið, að fá frelsi til þess að vera nákvæmlega hvað sem maður vill í einn dag! Ef ykkur vantar hugmyndir fyrir Hrekkjavöku förðunum þá er ég að gera HELLING inn á Instagram núna!

5. Farðu í Hrekkjavökupartí

Aðalatriðið í öðru veldi hérna, eftir að hafa komið sér í gírinn, föndrað sér búning og málað sig, mun maður sitja heima og gera ekki neitt? Tja ok ég geri það oftast en það er ógeðslega gaman að kíkja í Hrekkjavöku heimapartí, á skemmtistaði sem eru duglegir að nýta Hrekkjavökuna, og svo er tólistarfólk byrjað að vera með stórskemmtilega Hrekkjavöku tónleika! Afhverju ekki að kíkja og hafa gaman, sjá hvað aðrir hafa gert í tilefni kvöldsins.

 

Ég vona að þetta muni koma ykkur í Hrekkjavökugírinn, ég verð sterk í hrekkjavökuförðununum á instagram og hérna á blogginu þennann mánuðinn þannig að ég mæli með að þið fylgist vel með.

Þar til næst!

Aníta Kröyer (1)

Photo 02-10-2018, 20 52 19

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s